Leiðir

Á fundinum þann 14. nóvember 2011 var að lokum spurt: Hvað getum við gert til að ná þessum markmiðum?
Og einnig: Hvað gerum við allra fyrst, þegar búið er að stofna félagið?
 • Skólar, menntun og tengsl
  • Skólasamstarf: skiptast á myndum og upplýsingum
  • E-twinning samstarf bekkja í grunnskólum bæjanna
  • Hafa franskan dag í grunnskólanum og FSN - þar sem hugað að sögunni og frönskum hefðum, frönskukennsla í boði
  • Kaffihúsakvöld, t.d. í skólum
  • Ýta undir frönskukennslu - alltaf sé einhver sem getur notað frönsku til samskipta
  • Franskt barnabókasafn - ýta undir löngun barna til að læra frönsku
 • Skilti, sögur og upplýsingar
  • Betra aðgengi að Krossinum á Grundarkampi
  • Skilti við bæjarmörk: Paimpol er vinabær Grundarfjarðar
  • Söguskilti í Paimpolgarðinum
  • Segja litlar sögur af Frökkum/frönskum samskiptum - gera aðgengilegt, t.d. á:
   • skiltum í sveitarfélaginu
   • vefsíðum
   • snjallsíma leiðsögn með GPS-punktum
  • Gefa grundfirskum götum janframt frönsk nöfn
   • Setja aukanafn á Hrannarstíg frá höfn
    að Paimpolgarði = Paimpolstígur
  • Ljósmyndir frá þessum tíma verði sýnilegar ásamt áhugaverðri fræðslu
  • Nota Grundapol og Paimpol fánana meira/Grundarfj. og Paimpol fánar í Paimpolgarði, flagga t.d. á þjóðhátíðardegi Frakka
 • Viðburðir og annað
  • Inspired by Iceland; Grundfirðingar bjóði Frökkum heim í einhverja tiltekna daga
  • Franskt þema, t.d. málverkasýningar og list frá Frakklandi
  • Frönsk lög / dagskrá hjá kórnum
  • Franskt ball á Kaffi 59
  • Franskir dagar; franskt vín og matur (veitingastaðir) og viðburðir
  • Fréttavefur frá Paimpol
  • Kynningarsíða á bæjarvefnum - Dagbók
  • Hvað hétu frönsku sjómennirnir? Koma á framfæri algengum frönskum nöfnum frá þessum tíma.