Stofnfundur


Þann 2. apríl 2012 var stofnað áhugamannafélag í Grundarfirði sem ber heitið:

Grundapol á Íslandi - vinabæjarfélag Paimpol og Grundarfjarðarbæjar.

Undirbúningsnefnd hafði starfað og m.a. haldið tvo opna fundi þar sem leitað var eftir viðhorfum fólks til stofnunar sérstaks félags til að styðja við vinabæjasamskipti Grundarfjarðarbæjar og Paimpol á Bretagne-skaga í Frakklandi.
Fram komu ýmsar hugmyndir um markmið og leiðir í starfsemi slíks félags. Sjá nánar hér á vefnum.


Hér fyrir neðan má sjá fundargerð frá stofnfundinum - smellið á viðhengið neðst á síðunni.


Íslandsbærinn Paimpol


Paimpol hefur lengi verið kölluð Íslendingabærinn
eða la Cité des Islandais.
Ástæðan er sú að Paimpol var einn helsti útgerðarstaður Frakka
þegar Íslandsveiðar þeirra stóðu sem hæst.
Paimpolbær blómstraði og margir efnuðust á þeim veiðum
en margar fjölskyldur sáu einnig á eftir ástvinum
sem drukknuðu við strendur Íslands.


Höfnin í Paimpol á okkar dögum.

Ċ
Grundapol-Islande association,
Apr 4, 2012, 4:56 AM