Ég er sjálfstætt starfandi teiknari, myndlýsir, myndlistarmaður.
 

    Á þessari vefsíðu leitast ég við að kynna það sem ég hef verið að gera á undanförnum árum, sem og þessa dagana.


 Ég er fædd 1965 í Hafnarfirði og hef unnið við myndlýsingar samfleytt frá árinu 1991.

    Á þeim tíma hef ég myndskreytt barnabækur, fræðibækur, kennsluefni, tímaritsgreinar og ýmislegt annað.