Umræðu og spurnaraðferðir

Þessi kennsluaðferð byggist á því að kennarinn beitir spurningum eða öðrum aðferðum við að skapa umræður um tiltekin viðfangsefni.
Markmiðið getur verið til þess að efla áhuga nemenda, velta fyrir sér mismunandi hliðum tiltekins máls, vega það og meta eða brjóta til mergjar á einhvern hátt.
Þegar umræðu- og spurnaraðferðum er beitt er mikilvægt að uppröðun í skólastofunni sé þannig að nemendur sjái hver framan í annan. Heppilegt er að sitja í hring eða skeifu.
 
 
 

Móðir allra umræðu- og spurnaraðferða er þankahríðin (brainstorming). Þessi aðferð hentar m.a. mjög vel þegar byrjað er á nýju viðfangsefni. Aðferðin hefur gengið undir ýmsum nöfnum hér á landi. Nefna má hugstorm, hugstormun og hugarflug (hugarflugsfund). Mikið efni er til um þankahríð á Netinu. Hér er bent á tvær slóðir:

Comments