Farfuglarnir - ávallt hænufeti framar


Farfuglarnir eru gleðisveit og leika fyrir dansi í afmælum, brúðkaupum, á árshátíðum og sumarhátíðum, þorrablótum og við öll skemmtileg tækifæri.

Farfuglarnir voru stofnaðir af Arnfirðingum til að spila á Arnfirðingahátíðinni Bíldudals grænum... 2003.

Eftir vel heppnaða hátíð var ákveðið að halda áfram og stefna á útgáfu laga og texta eftir arnfirska höfunda.

Í mars 2005 gáfu Farfuglarnir út diskinn Spor sem inniheldur sjö lög eftir arnfirska höfunda. 

Farfuglarnir flytja eingöngu tónlist við íslenska texta og þeir syngja og spila á gítara, mandolín, munnhörpu, banjó, nikku og ýmis slagverkshljóðfæri en uppáhaldslag þeirra allra er Ég er frjáls.

Vertu frjáls með Fuglunum !