Leiðsöguhundar

Sebastian Rafael (Engla Arctic Blue Star) er í þjálfun sem leiðsöguhundur fyrir blinda hjá Drífu Gestsdóttur hundaþjálfara fyrir Blindrafélag Íslands. Sebastian hefur einstaklega ljúfa og glaðlega lund, og ég er sannarlega stolt af kappanum og þakklát fyrir að fá tækifæri til að leggja þessu verkefni lið. Ég hlakka til að fylgjast með Sebastian og Drífu í framtíðinni, betra get ég varla hugsað mér sem ræktandi en þegar hundarnir mínir blómstra öðrum til hjálpar. Vonandi munu fleiri Engla hundar feta í hans fótspor.
 
 
Sebastian Rafael
Sebastian Rafael 14 mánaða
 
 
 
 
Comments