Hvolpar‎ > ‎

Golden hvolpar

Þeir sem hafa áhuga á yndislegum lífsfélaga til 10-15 ára geta sent fyrirspurn á netfangið fjola@engla.is eða í síma 8928022.


Gullfallegir hvolpar fæddir 7. ágúst 2014 undan:
Íslenska og alþjóðlega sýningarmeistaranum CIE ISShCh Amazing Gold Erró (Erró)

og Laurenley Juliette (Lea)
Lea er innflutt frá Bretlandi og undan þekktum breskum sýningarmeistara
sem jafnframt er með "Show Gundog working certificate"
- spennandi tímar framundan, fyrsta got Leu okkar  :)

Erró og Lea


 
Lea (Laurenley Juliette)


LeaISShCh Amazing Gold Erró


Laurenley Juliette - Lea
HD: C
ED:A
prcd-PRA: clear
GR_PRA2: clear
GR_PRA1: clear
augnskoðun: Án arfgengra sjúkdóma,
(PHPTV í öðru auga grad 0,5)

Besti árangur á sýningu: Önnur besta tík tegundar, 1. sæti í hvolpa, unghunda- og ungliðaflokki, besti hvolpur, meistaraefni

Amazing Gold Erró - Erró
HD:
A2
ED:A
prcd-PRA: clear

GR_PRA1: clear
Augnskoðun: Án arfgengra sjúkdóma


Besti árangur á sýningu:
Íslenskur sýningarmeistari, besti hundur tegundar, 2 CACIB, 1 V-CACIB
Um Leu

Lea er alveg ótrúlega kærleiksríkur og gefandi Golden. Hún býr yfir ríkri þjónustulund og hefur verið eins og hugur manns frá því hún var lítil. Hún býr yfir miklum hæfileikum í vinnu, er áhugasöm, hröð og með ótrúlegan sprengikraft. Jafnframt hefur henni gengið mjög vel á sýningum og á mikið eftir inni. Lea kemur frá Laurenley rætkuninni í Bretlandi í samvinnu við Thornywait ræktunina. Að baki Leu eru þekktir sýningarmeistarar sem jafnframt hafa staðist vinnueiginleikamat og hlotið "Show Gundog working certificate" Til stendur að para Leu í fyrsta sinn árið 2014.

 


Amirene Icelantic Alliance - Sunna
HD: A/B
ED:A
prcd-PRA clear
GR_PRA1 clear
augnskoðun: án athugasemda

Besti árangur á sýningu: Önnur besta tík tegundar, 1. sæti í hvolpa, unghunda- og ungliðaflokki, 2. sæti í o.fl., excellent 

Upplýsingar um Sunnu

Sunna með Engla Arctic hvolpa


Um Sunnu
Sunna er gullin undaneldistík, hún gefur frá sér sína góðu Golden skapgerð, vinnugetu og byggingu. Sunna kemur frá einni virtustu ræktun í Bretlandi að að baki henni er ræktun þar sem vandað er til verka gagnvart heilbrigði (þrátt fyrir að vissulega sé ekkert gulltryggt í þeim efnum). En ræktandi Sunnu er Margaret Woods sem er fulltrúi fyrir heilbrigðismál Golden stofnsins í breska hundaræktafélaginu og eigandi föður Sunnu er formaður norska retrieverklúbbsins sem gætir jafnframt vel að því hvað liggur í línum að baki sínum hundum. Það er mín stefna að auka þekkingu mína stofninum til að geta haldið því starfi áfram hér á landi. 

Þess má geta að í síðasta goti fór hvolpur undan Sunnu til Drífu Gestsdóttur til þjálfunar fyrir leiðsöguhund fyrir blinda. Betri meðmæli er varla hægt að fá og ég er sannarlega stolt af Sebastian Rafael sem ber englanafnið sitt með rentu. Nánar hér