Amirene Icelantic Alliance "Sunna"
Eftir rannsóknir á Golden Retriever fann ég ræktanda í Bretlandi, Margaret Woods hjá Amirene, sem ræktar þá gerð af Golden sem ég hrífst af. Margaret Woods hefur ræktað Golden Retriever í 30 ár og er virtur ræktandi og dómari á Golden Retriever bæði í Bretlandi og á heimsvísu. Margaret dæmdi á The Dog World Show í Stokkhólmi 2008 og Crufts 2010.


Margaret hefur lagt áherslu á að rækta Golden hunda sem hafa þá kærleiksríku skapgerð sem þeir eru þekktir fyrir ásamt því að halda þeim gáfum og vinnugetu sem eru svo mikilvægar fyrir veiðihund.

Að hennar sögn er Sunna fær í flestan sjó, er gáfuð, hefur frábæra skapgerð og fallega byggingu ásamt heilbrigði. Sunna hefur verið genaprófuð fyrir tegund af PRA og er frí. Einnig fór hún í forskönnun á mjöðmum í Bretlandi og fékk samtals 8 sem er langt fyrir neðan meðaltal í Bretlandi og jafngildir A mjöðmum á okkar mælikvarða.


Ég er Margaret afar þakklát fyrir Sunnu og alla velvildina sem hún hefur sýnt mér og hlakka til að vinna með henni í framtíðinni.


Sunna 1 ársSunna 3ra ára og 8 mánaða
 

Móðir Sunnu - Lucy
Amirene Shere Attraction

Lucy 7 ára og enn í toppformi!

Mamma Sunnu og Sunna nýfædd
Lucy með Sunnu nýfædda

Pabby Sunnu - Eddie
Norski sýningarmeistarinn
Fab fours Classic Edition

Eddie 
Eddie á hlaupum
Á hlaupum í norska snjónum :)

Um Sunnu
Sunna gefur frá sér sína góðu Golden skapgerð, heilbrigði, vinnugetu og byggingu. Sunna kemur frá einni virtustu ræktun í Bretlandi að að baki henni er ræktun þar sem vandað er til verka gagnvart heilbrigði (þrátt fyrir að vissulega sé ekkert gulltryggt í þeim efnum). En ræktandi Sunnu er Margaret Woods sem er fulltrúi fyrir heilbrigðismál Golden stofnsins í breska hundaræktafélaginu og eigandi föður Sunnu er formaður norska retrieverklúbbsins sem gætir jafnframt vel að því hvað liggur í línum að baki sínum hundum. Það er mín stefna að auka þekkingu mína stofninum til að geta haldið því starfi áfram hér á landi. 

Þess má geta að í síðasta goti fór hvolpur undan Sunnu til Drífu Gestsdóttur til þjálfunar fyrir leiðsöguhund fyrir blinda. Betri meðmæli er varla hægt að fá og ég er sannarlega stolt af Sebastian Rafael sem ber englanafnið sitt með rentu. Nánar hér.

 
Heilbrigði:

Amirene Icelantic Alliance

DNA prcd PRA: Clear

Augnskoðun: Í lagi

HD 5 mán: A

HD 21 mán: R:A, L:B

ED 21 man: ASýningarárangur:


1.3.2009 - Besti hvolpur tegundar, heiðursverðlaun


27.6.2009 1. sæti í ungliðaflokki og önnur besta Golden tíkin, excellent, meistaraefni


22.8.2009 - 1. sæti í ungliðaflokki, önnur besta tík tegundar, meistaraefni


23.8.2009 - 1. sæti í ungliðaflokki, önnur besta Golden tíkin, meistaraefni


3.10.2009 - 1. sæti í unghundaflokki


5.6.2010 - 1. sæti í unghundaflokki


26.2.2011 - 2. sæti í opnum flokki, excellent


26.2.2012 - 3. sæti í opnum flokki, excellent