Laurenley Juliette "Lea"


Lea í garðinum okkar í Bretlandi 3ja mánaða

Ég á Susanne Zubair hjá bresku Thornywait ræktuninni að þakka að hafa fengið hana Leu, ásamt ræktanda Leu, Janis Ward hjá Laurenley ræktuninni.

Lea er undan Thomasi hennar Susanne og var "pick of the litter" hjá Janis, þegar hún paraði Thomas (Ch Tesoro di Ria Vela for Thornywait JW) við Laurenley Glen Lilibet (Bessie).

Lea - 2ja ára og 9 mánaða

Báðir foreldrar Leu hafa staðið sig einstaklega vel á sýningum í Bretlandi þar sem samkeppnin er engu lík. En Thomas hefur náð "Junior Warrant (JW), tveimur CC með BOB og eitt RCC einungis 16 mánaða að aldri og varð breskur sýningarmeistari í lok mars 2012. Laurenley Glen Lilibet hefur ekki verið sýnd mikið en þó náð RCC og er undan hinum þekkta sýningarmeistara Sh Ch Charmese Roadrunner to Leighsham.

Fyrir utan að vera einstaklega góður fulltrúi fyrir tegundina útlitslega séð er Lea með þægilega og einstaklega hlýja skapgerð sem einkennist af því að vera  með ríka þjónustulund og vill allt fyrir mann gera með brosi á vör. Skapgerð sem er hinn fullkomni "fyrsti hundur". Lea sýndi sem hvolpur mikinn áhuga á vinnu og vill ávallt hafa eitthvað í munni og bera til manns. Hún hefur jafnframt stökkkraft sem ég hef ekki kynnst áður og stekkur yfir metersháar hindranir eins og ekkert sé og er hröð í sóknarvinnu. Ég hlakka mikið til að sjá hana vaxa og dafna og vinna með henni.

Lea hefur náð mjög góðum árangri á sýningum HRFÍ.

Leah 7 mánaða
Pabbi Leu
 
Breski sýningarmeistarinn ShCh Tesoro de Ria Vela for Thornywait JW

Tekið á Crufts 2012, þegar Thomas vann Mid-limit flokkinn

Fd. 25/8/09
Clear eyes Dec-10 
GR_PRA1 Clear
Hips: 5/7
Elbows: 0/0
3 CC's & 2 RCC
Junior Warrant winner
Show Gundog working certificate

Móðir Leu
Laurenley Glen Lilibet RCC

Bessie er undan frægum sýningarmeistara sem hefur gefið af sér glæsilega meistara: ShCh Charmese Roadrunner to Leighsham
Heilbrigði:


Laurenley Juliette

DNA prcd PRA: Clear

DNA GR_PRA1: Clear

DNA GR_PRA2: Clear

Augnskoðun: án arfgengra sjúkdóma, PHTVL/PHPV grad 0.5 í öðru auga.

HD: C

ED: ASýningarárangur:


23.2.2013 - 2. besta tík tegundar, 1. sæti unghundaflokkur, excellent og meistaraefni


18.11.2012 - 1. sæti unghundaflokkur, excellent og meistaraefni


25.8.2012 - 1. sæti ungliðaflokkur, excellent og meistaraefni


2.6.2012 - 3ja besta tík tegundar, 1. sæti ungliðaflokkur, excellent og meistaraefni


26.2.2012 - Besti hvolpur tegundar, heiðursverðlaun