Fréttir‎ > ‎

Sebastian Rafael (Engla Arctic Blue Star) afhentur í dag

posted Jan 30, 2013, 7:39 AM by Engla kennel

Það er stór dagur hjá Engla hundaræktun í dag. En í dag var Sebastian (Engla Arctic Blue Star) formlega afhentur sem leiðsöguhundur til Fríðu Eyrúnar Sæmundsdóttur við hátíðlega athöfn á Patreksfirði. 

Sebastian hefur verið í þjálfun hjá Drífu Gestsdóttur hundaþjálfara síðastliðið ár og er fyrsti leiðsöguhundurinn sem er ræktaður og þjálfaður er á Íslandi. Við erum henni svo þakklát fyrir að gefa íslenskt ræktuðum hundum tækifæri og erum stolt af því að fá að leggja þessu málefni lið. 

Elsku Sebastian - vel gert! Megi samband ykkar Fríðu vaxa og dafna, nú ertu kominn heim!


Comments