Fréttir‎ > ‎

Gullfallegir Golden hvolpar fæddir

posted Aug 12, 2014, 3:32 PM by Engla kennel

Lea okkar fæddi sjö gullfallega hvolpa þann 5. ágúst 2014, tvo rakka og 5 tíkur. Lea er innflutt frá Bretlandi og hefur staðið sig frábærlega á sýningum ásamt því að hafa einstaka kærleiksríka skapgerð með brosið skammt undan. Lea hefur jafnframt sýnt mikinn áhuga á vinnu í veiði.

Lea var pöruð við íslenska sýningarmeistarann Amazing Gold Erró og uppfylla báðir foreldrar heilsufarskröfur HRFÍ til ættbókarskráningar.

Það verður spennandi að sjá þessa litlu gullmola vaxa og dafna! :)
Comments