Fréttir

Gullfallegir Golden hvolpar fæddir

posted Aug 12, 2014, 3:32 PM by Engla kennel


Lea okkar fæddi sjö gullfallega hvolpa þann 5. ágúst 2014, tvo rakka og 5 tíkur. Lea er innflutt frá Bretlandi og hefur staðið sig frábærlega á sýningum ásamt því að hafa einstaka kærleiksríka skapgerð með brosið skammt undan. Lea hefur jafnframt sýnt mikinn áhuga á vinnu í veiði.

Lea var pöruð við íslenska sýningarmeistarann Amazing Gold Erró og uppfylla báðir foreldrar heilsufarskröfur HRFÍ til ættbókarskráningar.

Það verður spennandi að sjá þessa litlu gullmola vaxa og dafna! :)

Frábær árangur á Retrieverdeildarsýningunni

posted Jul 15, 2014, 11:42 AM by Engla kennel   [ updated Jul 15, 2014, 11:43 AM ]

Lea

Við áttum yndislegan dag á sýningu Retrieverdeildarinnar í gær. Leah geislaði af gleði og vann opna flokkinn með meistaraefni og excellent og var fjórða besta tík tegundar - vel gert Lea! 

   
 


Engla Arctic Sacred Promise (Berta) var gullfalleg í 3. sæti í sterkum opnum flokki með excellent, takk Sigrún Guðlaugardóttir fyrir að sýna hana svona vel. 

Engla Arctic Sacred Promise (Berta)

    


Dómarinn var Børge Espeland sem er Golden ræktandi í Noregi (Zenanas) og þökkum við honum kærlega fyrir hlý orð. Takk Ásta fyrir geggjaðar myndir og takk Jón og Vala fyrir að lána Bertu á sýningu :) 

Lea er hvolpafull

posted Jul 3, 2014, 3:58 PM by Engla kennel   [ updated Jul 3, 2014, 4:05 PM ]

Lea
Lea yndislega á von á hvolpum í ágúst - mikil gleði. Lea er innflutt frá Bretlandi og er einstaklega hlýr og gefandi Golden. Pabbi hennar er breski sýningarmeistarinn UKCh Tesoro di Ria Vela for Thornywait JW og móðir Laurenley Glen Lilibet. Lea var pöruð við íslenska sýningarmeistarann ISShCh Amazing Gold Erró - hlakka til að sjá þessa kærleikshnoðra Krossa fingur að allt gangi vel.
 
Nánar um pörunina hér
Nánar um Leu hér
 
 
 
 
 
Lea
Laurenley Juliette (Lea)
 
Erró og Lea
Erró og Lea

Sebastian Rafael (Engla Arctic Blue Star) afhentur í dag

posted Jan 30, 2013, 7:39 AM by Engla kennel

Það er stór dagur hjá Engla hundaræktun í dag. En í dag var Sebastian (Engla Arctic Blue Star) formlega afhentur sem leiðsöguhundur til Fríðu Eyrúnar Sæmundsdóttur við hátíðlega athöfn á Patreksfirði. 

Sebastian hefur verið í þjálfun hjá Drífu Gestsdóttur hundaþjálfara síðastliðið ár og er fyrsti leiðsöguhundurinn sem er ræktaður og þjálfaður er á Íslandi. Við erum henni svo þakklát fyrir að gefa íslenskt ræktuðum hundum tækifæri og erum stolt af því að fá að leggja þessu málefni lið. 

Elsku Sebastian - vel gert! Megi samband ykkar Fríðu vaxa og dafna, nú ertu kominn heim!


Lea á júnísýningu HRFÍ 2012

posted Jun 3, 2012, 1:10 AM by Engla kennel

Lea stóð sig einstaklega vel á sýningu HRFÍ þann 2. júní, dómari var Cathy Delmar frá Írlandi (all rounder). Hún var í fyrst sæti í ungliðaflokki með meistaraefni og fékk því rétt til þess að keppa á móti bestu tíkum í hverjum flokki. Þar varð hún í þriðja sæti og því þriðja besta tík tegundar. Glæsilegur árangur hjá Leu :)

Hvolparnir fæddir

posted May 16, 2012, 9:55 AM by Engla kennel   [ updated May 16, 2012, 11:41 AM ]

Sunna fæddi gullfallega hvolpa þann 10. maí og stóð sig eins og hetja. Litur hvolpanna er frá ljósum til gullins. Endilega fylgist með hvolpamyndum og fréttum á facebook síðu ræktunarinnar, eins mun ég setja myndir á vefinn. Þeir eru algjör yndi!

Facebook: www.facebook.com/engla.iceland

Sunna Beatific got


Alþjóðleg sýning í febrúar 2012

posted Feb 26, 2012, 2:33 PM by Engla kennel   [ updated Feb 27, 2012, 10:49 AM ]

Ég er þvílíkt ánægð með Goldendömurnar mínar. Þær stóðu sig eins og hetjur á sýningunni í dag. Lea steig sín fyrstu spor og Sunna mætti galvösk í hringinn eftir ársfjarveru og hafði engu gleymt. Þeim gekk báðum mjög vel og fengu excellent hjá dómaranum Marja Talvite, sem var sérstaklega ánægð að sjá fyrsta Goldeninn á sýningunni af "the old type" og hrósaði því sérstaklega. Kærar þakkir til hennar.

Engla Arctic Heart of Gold var í fjórða sæti í unghundaflokki með very good. Sjálfri fannst mér hann eiga skilið rauðan borða en maður deilir ekki við dómarann ;) enda er ég kannski svolítið hlutdræg :D:D:D

Sunna (Amirene Icelantic Alliance) var í þriðja sæti í opnum flokki og Lea var besti hvolpur tegundar með heiðursverðlaun. Hún ákvað hins vegar að setjast í bæði skiptin sem dómarinn gekk framhjá þegar við kepptum í tegundahópi svo ekki komumst við í sæti þar. Enda gott að hvíla hvolpabein eftir svona langan dag á sinni fyrstu sýningu ;) hún er bara yndi!

Umsögn um Sunnu:
A little low on legs but excellent type. Good head. Excellent chest. Very good topline and tail. Moves little lose in front but very well from side. Excellent colour. Good texture of coat but lacking undercoat. - Marja Talvite

Umsögn um Leu: Excellent type. Nice head and very sweet expression. Good pigment. Very good neck and topline. Very well angulated behind. Still, very loose in elbows. Moves very well when moving  behind but still loose in front. Good coat texture. - Marja Talvite


Sunna fallega næstum 4ra ára
(Amirene Icelantic Alliance undan NUCH Fab Fours Classic Edition og Amirene Sheer Attraction)

 

og nýi gullmolinn hún Lea ljós 8 mánaða
(Laurenley Julliette by Tesoro di Ria Vela for Thornywait and Laurenley Glen Lilibet)Sunna og Lea skráðar á febrúarsýningu HRFÍ

posted Jan 30, 2012, 1:25 PM by Engla kennel

Þá er búið að skrá Sunnu og Leu á næstu sýningu hjá HRFÍ. Þó nokkur vinna er þó fyrir höndum. Sunna þarf að komast í gott form eftir einangrunina (of þung), auk þess sem hún er að fara að lóða og því spurning hvernig feldurinn verður á sýningunni. Hún kann hins vegar rútínu hringsins upp á hár, svo að ekki verður vandamál þar. 

Lea litla eða Ísis Lea eins og hún er stundum kölluð er þvílíkt spennt í þjálfuninni og vonandi tekst vel til í hringnum, en hún er á þeim aldri (8 mán) þar sem allt í kring er svo spennandi og hefur fáránlegan stökkkraft þannig að þetta gæti endað með ósköpum hahahaha... við sjáum bara til og gerum okkar besta. Númer eitt er að taka þátt og hafa gaman af þessu!

Engla Arctic Heart of Gold, hann Tumi úr fyrsta goti Sunnu, tekur líka þátt. Ég hlakka svo til að sjá hann í hringnum sem stolt amma á hliðarlínunni og vona að honum gangi vel!

Annars er allt á fullu í hlýðniþjálfun þessa dagana sem fyrr og við bíðum spenntar eftir retrievernámskeiðinu hjá Alberti í Hundalíf í febrúar. 

Dís er ótrúlega fljót að pikka upp það sem ég kenni Goldenunum þrátt fyrir að hún fái nú meira dekur en þjálfun :) Ótrúlega skarpur hundur sem er eins og hugur manns.

Englakveðja,
Fjóla


Þjálfun og aftur þjálfun

posted Jan 2, 2012, 5:00 PM by Engla kennel

Lífið gengur sinn vanagang hjá okkur í kotinu. Lea kelirófa hefur aðlagast einkar vel og við bíðum spenntar eftir að komast á Retriever námskeið með vorinu. Nú eru gönguferðirnar þó nokkrar yfir daginn þar sem allir hundar þurfa að vera vel þjálfaðir til að geta farið í hópgöngu án þess að allt fari í bál og brand. Hefur eigandinn sérlega gott af hreyfingunni og nýtur þess að vinna með hundana sem slást um tauminn þegar hann er tekinn af snaganum. Gleðilegt nýtt ár!

Lea loksins komin til landsins

posted Nov 11, 2011, 11:38 AM by Engla kennel   [ updated Nov 16, 2011, 6:15 AM ]

Lea mín er loksins komin til landsins. Hún er nú í Höfnum og við bíðum spennt eftir að taka á móti henni hlýjum örmum á aðventunni þann 1. desember. Er hægt að hugsa sér betri jólaglaðning ;)

1-10 of 10