CavalierDísin mín er fyrsti hundurinn minn og ég er svo sannarlega heppin að fá að eiga hana að. Dís kemur frá Ljúflings ræktun Maríu Tómasardóttur og heitir í ættbók Ljúflings Rympa Rós. 

Dís er algjör draumur að eiga, er einstaklega skemmtilegur karakter, heilbrigð, huguð og með kærleiksríkt hjarta eins og sannur Cavalier. Dís er mjög fínleg, smávaxin og hefur fallegt andlit. Nokkur yndisleg orð um Dís frá Annukku Paloheimo, dómara og Cavalier ræktanda:


“Very feminine, excellent type, size and proportions, beautiful eyes, correct stop and skull. Excellent earset and ears. Good body, could have better pigment, correct bite...very happy temperament”


Dís hefur eingast yndislega hvolpa í tvígang og er móðurhlutverkið henni eiginlegt, hún vildi t.d. sannarlega leggja sitt af mörkum í fyrsta goti Sunnu og taka hvolpana á spena :)Hér er mynd af síðasta goti Dísar með góðvini sínum honum Ása: