Jónsmessugleði

Post date: Jun 16, 2012 12:43:14 PM

Félags eldri borgara í Reykjavík, Heimilisiðnaðarfélags Íslands og Árbæjarsafns sunnudaginn 24. júní 2012.

DAGSKRÁ (Dagskrárstjóri: Kristín Valdimarsdóttir)

Kl. 19.15 Gönguhópur FEB Gönguhrólfar leggur af stað frá Stangarhyl 4 og gengið að Árbæjarsafni.

Hópur fólks frá Heimilsiðnaðarfélaginu í þjóðbúningum slæst í hópinn við Nethyl 2E.

Kl. 19.30 Blásarar úr lúðrasveitinni Svani taka á móti gönguhópnum með lúðrablæstri og leika nokkur lög.

Kl. 20.00 Formaður FEB Unnar Stefánsson setur Jónsmessugleðina.

Kl. 20.10 Kór FEB syngur nokkur lög, stjórnandi Kristín Pjetursdóttir.

Kl. 20.40 Félagi úr Þjóðdansafélaginu stjórnar fjöldadansi með þátttakendum á hátíðinni.

Kl. 21.00 Helgi Seljan stjórnar fjöldasöng með aðstoð kórs FEB. Undirleikari: Þorvaldur Jónsson.

Kl. 21.30 Dansað í Lækjargötu 4, Árbæjarsafni, með Gúttósniði og með undirleik Vinabandsins, stjórnandi Arngrímur Marteinsson.

Gestum gefst kostur á að kaupa kaffiveitingar í Dillonshúsi þegar þeir vilja hvíla sig á dansinum, fara í skoðunarferðir um Árbæjarsafn eða spóka sig í miðnætursólinni.

Kl. 22.30 Jónsmessuganga um Elliðaárdalinn fyrir þá sem þess óska.

Allir sem þess eiga kost eru beðnir að mæta í þjóðbúningum. Sérstaklega hefur félögum úr Dansk-íslenska félaginu, Færeyingafélaginu í Reykjavík, Nordmannslaget, félagi Norðmanna á Íslandi, Sænsk-íslenska félaginu, Suomi-félaginu og Grænlenska félaginu verið boðin þátttaka og vonast er til að margir þeirra geti mætt í þjóðbúningum sinna landa.