Bjartar sumarnætur


                          Tónlistarhátíð í Hveragerðiskirkju 5., 6. og 7. júní 2009

Dagskrá

Flytjendur

Miðapantanir og verð

Styrktaraðilar

 

 English

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tónlistarhátíðin Bjartar sumarnætur

er nú haldin í áttunda sinn, en vorið 2008 féllu tónleikarnir niður vegna jarðskjálftans 29. maí.

 

Listrænir stjórnendur nú sem fyrr eru hjónin Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari. Þau ásamt Peter Máté píanóleikara skipa Tríó Reykjavíkur, sem hefur ásamt frábærum flytjendum, íslenskum sem erlendum, staðið að tónlistarflutningi á hátíðinni frá upphafi.

Á þessari hátíð koma fram, auk tríósins, sópransöngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, píanóleikarinn Anna Guðný Guðmundsdóttir, klarínettuleikarinn Sigurður Ingvi Snorrason, víóluleikarinn Þórunn Ósk Marinósdóttir og síðast en ekki síst Hvergerðingurinn ungi Hulda Jónsdóttir fiðluleikari.

 

Sigrún, Anna Guðný og Sigurður hafa í áraraðir verið í fremstu röð íslenskra tólistarmanna og hafa öll komið fram áður á Björtum sumarnóttum.

 

Þórunn Ósk, sem er borin og barnfædd á Akureyri, er einn eftirsóttasti víóluleikari landsins af yngri kynslóðinni. Hún starfar ötullega á sviði kammertónlistar og er reglulegur gestur á tónlistarhátíðum um  land allt.

 

Hulda Jónsdóttir er aðeins 17 ára gömul. Það má segja að Hulda og tónlistarhátíðin Bjartar sumarnætur hafi fylgst með hvor annarri vaxa úr grasi. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún vakið mikla athygli fyrir framúrskarandi tónlistargáfur, bæði hérlendis og einnig á tónlistarhátíðun sem hún hefur sótt erlendis. Þekkt stofnun í Chicago hefur lánað Huldu forláta fiðlu.

 

Hátíðin er haldin af Hveragerðisbæ og sjá Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd og Tónlistarfélag Hveragerðis og Ölfuss um framkvæmdina.