Öpp
eru í stuttu máli forrit. Orðið app er komið af enska orðinu application, það er af orðinu umsókn. App er í raun orð yfir ákveðin hóp forrita, þar eins konar smáforrit. Þau forrit eru alla jafna sótt í gegnum netið og þá aðallega í gegnum einhversskonar vefverslun á borð við App Store (Apple). 

Sum öpp er hægt að sækja án kostnaðar meðan önnur ýmist fást frí en með takmörkuðum aðgangi (fullur aðgangur kostar) eða greiða þarf fyrir frá upphafi. Jafnframt er hægt að sækja öpp sem hægt er að prófa í ákveðinn tíma áður en þau læsast og krafist er greiðslu fyrir áframhaldandi notkun. Hér eru þau öpp sem eru ókeypis merkt með „Nei“ undir liðnum Kostnaður en með „Já“ ef þau kosta að hluta eða öllu leyti.

Hér undir hnappnum Smáforrit er listi yfir tillögur að öppum er varða nám og kennslu nemenda í grunnskólum Kópavogs. Listinn verður seint tæmandi enda fjöldi appa mikill og stöðugt bætist við. 

Þess ber að geta að breyttir kennsluhættir snúast aldrei um öppin og hvað þau gera. Breyttir kennsluhættir snúast fyrst og fremst um að nýta tæknina til að gera nám, menntun og kennslu merkingarbærari og fjölbreyttari. Öppin eru fyrst og fremst stuðningstæki eða vörður á þeirri leið. App sem slíkt er ekki forsenda breyttra kennsluhátta. Forsenda breyttra kennsluhátta er að kennarar komist úr fastmótaðri hugsun um kennsluhætti. Þegar sá árangur næst má gera róttækar breytingar. Breytingar sem í stuttu máli má greina í sex þrep. Þau eru: í fyrsta lagi upplifir kennarinn óljósan en vaxandi skilning varðandi notkun og möguleika, í öðru lagi á sér stað lærdómsferli, í þriðja lagi vex skilningur á möguleikum og notkun, í fjórða lagi vex þekking og sjálfstraust varðandi notkun, í fimmta lagi fer kennari að beita nýfenginni þekkingu undir breyttum kringumstæðum og nýjum viðfangsefnum og í sjötta og síðasta lagi fer kennarinn að fara nýjar slóðir með frumlegum og skapandi hætti. 

Þess bera að geta að listinn er engan veginn tæmandi og verður í stöðugri endurskoðun. Stjarna (*) fyrir aftan heitin eru þau öpp sem við kennsluráðgjafar mælum sérstaklega með.