Starfsnám í frístund


Starfsnám í frístund

Nemendur taka þátt í leik og starfi sem fram fer í frístund í Síðuskóla. Í upphafi vetrar fá nemendur kynningu á þeim verkefnum sem liggja fyrir og því sem ætlast er til af þeim. Markmiðið er að nemendur öðlist skilning á þörfum barna og læri að bera ábyrgð og hlúa að yngri börnum. Meðal verkefna er að spila, fara í íþróttasal og útiveru með börnunum.

Námsmat: Ástundun, sjálfstæði og virkni