Borðspil


Borðspil

Markmið og kennsluhættir: Ætlað nemendum sem finnst gaman að spila eða vilja öðlast meiri þekkingu á spilum. Með spilum/spilatímum er áhersla á fjóra þætti:

• Þátt tungumálsins sem skiptir sköpum, en nemendur þurfa að ræða saman eða eiga einhvers konar samskipti og tjáskipti.

• Stærðfræði og tengsl hennar við daglegt líf. Í öllum spilum er hægt að finna viðfangsefni sem tengjast stærðfræði og nemendur átta sig ekki alltaf á þeim lærdómi sem þeir öðlast með því að spila fjölbreytileg spil.

• Félagsleg samskipti, en í gegnum spil gefst gott tækifæri að þjálfa ýmsa félagslega þætti, s.s. samvinnu, samskiptareglur, að tapa, að sigra og gleðjast með öðrum.

• Fjölbreyttar kennsluaðferðir, en þær skipta máli þegar ná skal markmiðum Aðalnámskrár.

Námsmat: Ástundun og virkni í tímum.