Skólahreysti


Skólahreysti

Markmiðið er að nemendur:

· auki styrk sinn og þol

· læri að setja sér markmið

· fái jákvæða upplifun af íþróttaiðkun

Kennslutilhögun:

Tímarnir eru að öllu leyti verklegir og nemendur stunda alhliða líkamsþjálfun.

Nemendur fá tækifæri til að skipuleggja tíma fyrir sig sjálfa t.d. eigin þrek– og hraðaþraut.

Sérstök áhersla verður lögð á æfingar sem tengjast „Skólahreysti.

Í lokin taka nemendur þátt í undankeppni „Skólahreysti Lundarskóla”.

Rétt er að geta þess að allir nemendur hafa kost á því að taka þátt í undankeppni fyrir „Skólahreysti“ hvort sem þeir velja þennan áfanga eða ekki.

Gert er ráð fyrir að þeir sem velja þetta val hafi áhuga á því að efla þol og styrk og eða keppa í skólahreysti.

Kennari: Birgitta Guðjónsdóttir

Kennt verður í íþróttahúsi KA á miðvikudögum á vorönn