Tól, tækni og forritun


Tól, tækni og forritun

Markmið valgreinarinnar er að vekja áhuga nemenda á forritun, tækni og vísindum sem og að efla sjálfstraust, leiðtogahæfni og lífsleikni. Nemendur læra grunntækni við forritun. Notuð verða bæði einföld og flóknari forrit í tölvu/I-pad. Nemendur fá þjálfun í að forrita ýmis ferli og hreyfingar. Forrituð verða lego-vélmenni og unnið með lego-tækni.

Nemendur læra að beita stærðfræði og vísindum til að leysa raunveruleg verkefni og temja sér öguð vinnubrögð. Námsmat verður í formi umsagna um frammistöðu, vilja og virkni.

Kennt á þriðjudögum á haust og vorönn.