Myndlist


Myndlist

Helstu áhersluatriði: Þjálfuð verða grunnatriði myndlistar og byggt ofan á þá þekkingu sem nemendur hafa öðlast á fyrri stigum. Unnið verður með form og liti á fjölbreyttan hátt og unnið í margskonar efnivið og tækni, lögð áhersla á hvernig litir, form og áferð getur undirstrikað ákveðna þætti eða boðskap í myndverki. Nemendur teikna, mála og móta að eigin ósk inn á milli ákveðinna verkefna og áhersla er á hugmyndavinnuna og úrvinnslu sem hentar hverri hugmynd fyrir sig. Reynt verður að gæta fjölbreytni í verkefnavali, allt frá teikningu til málunar og þrykkaðferða auk mótunar og myndvinnslu í tölvum, allt eftir aðstæðum hverju sinni. Nemendur temja sér skapandi úrlausnir viðfangsefna, vönduð vinnubrögð og góða umgengni um efni og áhöld.

Helsta námsefni: Efni fengið úr ýmsum bókum um myndlist, með tilliti til fjölbreyttra aðferða og efniviðar til myndgerðar og sköpunar. Einnig er stuðst við bækur um listamenn og myndsköpun þeirra og unnið út frá þeim og ítarefni frá kennara. Námið byggir á markmiðum aðalnámskrár grunnskóla.

Helstu kennsluaðferðir: Stuttar kynningar og verklegar æfingar, einstaklings leiðsögn og umræður. Stuðst verður sem mest við gagnvirka kennsluhætti með það að markmiði að ýta undir sjálfstæð vinnubrögð nemenda og skapandi úrlausnir viðfangsefna.

Námsmat: Símat, byggt á frammistöðu nemenda í kennslustundum. Þróun og úrvinnslu hugmynda og vinnubrögðum. Einnig fá nemendur tækifæri til að meta eigin árangur. Ferli myndsköpunar verður metið jafnt á við fullunnið verk. Ennfremur verður gerð krafa um viðeigandi skil verkefna.

Kennt á þriðjudögum haust og vorönn