Eyþór Elvar Pálsson

Þjóðin þín en bara þín



Ísland er land þitt, það skalt þú vita,

Efast þú ekki um neitt,

Með kaffibolla og kleinubita,

Nú skalt þú brosa svo breitt.

 

Frá Jóni að Óla til Bjarna Ben,

Þjóðin skal sett á blað,

Við þrífumst svo einsömul, prúð og pen,

Fjölmenning.. hvað er það?

 

Með jákvæðn‘ og húmor á allra vörum,

Vandamál elt‘ ekki neinn,

Á rafmagnsbíl á meðalkjörum,

Lífið er leikurinn einn.

 

Í skammdegisþunglyndi drekkum og blundum,

Á sumrin er gleði og gaman,

Þó við gleymum okkur í góðæri stundum,

Þá gerum við það sko saman!

 

Menningin, krónan, þetta og hitt,

Lambið og náttúran fögur,

Ísland er land þitt en samt bara þitt,

Svo ekki við verðum nú mögur.



-Eyþór Elvar