Skapandi lokaverkefni nemenda í stjórnmálafræði við MTR

Hér má finna samansafn af skapandi lokaverkefnum í stjórnmálafræði við Menntaskólann á Tröllaskaga, vorið 2023.

Nemendur fengu verkefnalýsingu sem í fólst að viðfangsefni væru nokkuð frjáls, þannig séð, en yrðu þó að vera innan stjórnmálafræðinnar, þess sem við höfum verið að fjalla um í áfanganum. Nemendur gátu t.d. valið stefnur, strauma, hreyfingar, hugmyndafræði, stjórnmálafólk, hugtök, spillingu, söguleg atriði, stjórnmál yfir höfuð eða hvað sem þeim datt í hug sem rýmdist innan viðfangsefna áfangans. Það krafðist þess að þau dýfðu sér í það viðfangsefni sem þau völdu sér, greindu það, skildu og unnu svo verkin út frá því.


Framsetning var frjáls og voru nemendur eindregið hvattir til að nýta sér skapandi skil svo hér má finna hinar ýmsu útfærslur og túlkanir á mismunandi viðfangsefnum stjórnmálafræði. Margir nemendur kusu að gera öllu hefðbundnari, en engu að síður vel unnin, verkefni sem eru því ekki hér.

Kennsla og umsjón: Guðbjörn Hólm Veigarsson