Velkomin í Helgafellsskóla
Skólinn
Helgafellsskóli er samþættur leik- og grunnskóli og verður í framtíðinni fyrir börn á aldrinum tveggja til fimmtán ára. Helgafellsskóli tók til starfa þann 14. janúar 2019. Veturinn 2023-2024 eru yngstu börnin í skólanum tveggja ára og elstu börnin verða í 10. bekk. Helgafellsskóli er einn skóli með tveimur deildum, leikskóladeild og grunnskóladeild auk frístundar.
Öll heimasvæði í skólanum heita eftir fellum og fjöllum í nágrenni skólans. Nemendur fara upp á árgangafellið sitt í lok skólaárs og kynnast þannig jafnt og þétt fellum og fjöllum í sínu nærumhverfi. Svæðið sem ber nafnið á lægsta fellinu (er reyndar hóll í hverfinu okkar) tilheyrir yngstu börnunum og svæðið sem ber nafnið á hæsta fjallinu tilheyrir elstu börnunum.