Áætlanir og upplýsingar til foreldra og nemenda Hrafnagilsskóla

Nú þegar skólastarf er að breytast nokkuð hratt erum við öll stödd í aðstæðum sem aldrei hafa komið upp áður. Því er mikilvægt að við tökum öll höndum saman, kennarar, foreldrar og nemendur, og gerum eins vel og við getum saman.

Þessi síða er ætluð sem upplýsingasíða um hvað við erum að gera með krökkunum og hvernig þið foreldrar og nemendur getið aðstoðað við að námið sitji ekki á hakanum.