Menntabúðir #Eymennt verða haldnar í Hrafnagilsskóla þriðjudaginn 17. september kl. 16:15-18:00. Viðfangsefni menntabúðanna er upplýsingatækni í skólastarfi. Að venju verður byrjað á að safnast saman til að kynna dagskrána. Síðan verða tvær lotur með menntabúðum og kaffitími á milli þeirra.
Smellið hérna til að skoða dagskrána. Dagskráin mótast fram að menntabúðunum og tekur mið af því sem við öll leggjum fram. Enn eru laus pláss og viðfangsefnin eru mörg og við erum viss um að þið getið miðlað af reynslu ykkar.
Kl. 16:15-16:30 Móttaka
Kl. 16:30-17:05 Fyrri lota menntabúðanna
Kl. 17:05-17:30 Kaffitími
Kl. 17:30-18:05 Seinni lota menntabúða