Valgreinar í Kóraskóla vorið 2024

Kæri nemandi, skoðaðu vel hér fyrir neðan hvaða val er í boði á vorönn 2024.


Smelltu hér til að velja valgrein

Aðstoð við heimanám

Mánudagar 13:30 – 14:50 

Kennarar: Lilja Dröfn og Ágúst

Í þessum tímum verður boðið uppá heimanámsaðstoð. Mikilvægt er að nemendur mæti með námsgögn og góða skapið.

Hámarksfjöldi í hóp 30 nemendur.

Staðsetning: Stofa 91-92 Kóraskóli.

Námsmat: Lokið – ólokið


Árshátíðarmyndband

Mánudagar 13:30 – 14:50 

Í samvinnu við Kúluna.

Eingöngu í boði fyrir nemendur í 10. bekk.

Í þessu vali er árshátíðarmyndband undirbúið og unnið. Starfsmaður Kúlunnar er til staðar fyrir nemendur til leiðbeiningar og aðstoðar með hvers konar vinnu varðandi myndbandið. Nemendur eru við stjórnina og sjá alfarið um framkvæmd og handrit myndbandsins en hér skapast vettvangur til hittinga og til að skapa umræðu og hugmyndavinnu.

Staðsetning:Félagsmiðstöðin Kúlan Kóraskóli.

Námsmat: Lokið – ólokið.


Heimilisfræði

Mánudagar 13:30 – 14:50, þriðjudagar 14:10 – 15:30, og miðvikudagar 12:40 - 14:00


Kennari: Rán

Í þessu vali ætlum við að vera með fjölbreytta heimilisfræði. Við munum baka brauð, kökur og elda mat saman. Lykilatriði er að mæta með góða skapið og bros á vör.

Hámarksfjöldi í hóp 12 nemendur.

Staðsetning: Heimilisfræðistofa Hörðuvallaskóli.

Námsmat: Lokið – ólokið.

Saumaval

Mánudagar 13:30 – 14:50 

Kennari: Berglind

Hefur þig alltaf langað til að læra prjóna, hekla eða sauma útsaum eða föt? Í saumavali er það hægt, þú færð kennslu í nákvæmlega því sem þig langar að gera í textíl.

Hámarksfjöldi í hóp 12 nemendur.

Staðsetning: Textílstofa Hörðuvallaskóli.

Námsmat: Lokið - ólokið.

Skák

Mánudagar 13:30 – 14:50 

Kennari: Birgir

Skák er góð þjálfun fyrir einbeitingu og rökhugsun. Í þessu vali verður áhersla á að tefla í tímunum en jafnframt að dýpka skilning nemenda með því að fara í byrjanir í skák. Í tímunum munum við einnig skoða helstu skákforrit sem eru til á netinu. Þar að auki verður fjallað um bestu skákmenn sögunnar.

Hámarksfjöldi nemenda í hóp 16.

Staðsetning: Stofa 83 Kóraskóli.

Námsmat: Virkni í tímum, áhugi og samvinna. Lokið – ólokið.

Led lampa smíði

Mánudagar 13:30 – 14:50 

Kennari: Berglind

Langar þig til að smíða led lampann í smíði en fékkst ekki tækifæri til þess? Þetta val er fyrir þá sem langar að fá að smíða led lampa með plexigleri. Möguleiki er á að fá þetta val metið sem smíði í hæfnikort.

Hámarksfjöldi í hóp 12 nemendur.

Staðsetning: Smíðastofa Hörðuvallaskóla.

Námsmat: Lokið - ólokið/eða metið í hæfnikort í smíði.

Star wars - hetjur og skúrkar

Mánudagar 13:30 – 14:50 

Kennari: Birgir

Í þessu vali munum við skoða Star Wars kvikmyndirnar frá ýmsum hliðum. Í tímunum verður lögð áhersla á að horfa á myndirnar og skapa umræður í tímum. Helstu persónur Star Wars verða kynntar og sjónum beint að hetjum og skúrkum.

Verkefni unnið þar sem nemendur fjalla um sínar uppáhalds hetjur og skúrka.

Hámarksfjöldi nemenda í hóp 25.

Staðsetning: Stofa 84-85 Kóraskóli.

Námsmat: Lokið – ólokið.

Teiknival

Mánudagar 13:30 – 14:50 

Kennari: Karl

Í þessu val verður aðallega teiknað. Við munum nota ýmsar teikniaðferðir og teikniáhöld svo sem blýanta, kol og pastelliti. Við byrjum á teikniverkefnum, notum mismunandi teikniblýanta og skoðum hvað skygging er mikilvæg í teikningu.

Í hluta af valinu verður einnig teiknað með Ipad þar sem við notum Ipad penna og viðeigandi teikniforrit.

Skipulagið er þannig að annað hvert verkefni kemur kennari með og svo ákveða nemendur hin verkefnin en það er þó eitt skilyrði að það séu alvöru verkefni, ekki bara Óli prik.

Hámarksfjöldi í hóp 12 nemendur.

Staðsetning: Myndmenntastofa Hörðuvallaskóli.

Námsmat: Lokið - ólokið.

Árbók

Miðvikudagar 12:40 - 14:00

Í samvinnu við Kúluna.

Eingöngu í boði fyrir nemendur í 10. bekk.

Hvernig vilt þú að grunnskólaáranna þinna sé minnst? Nemendur í áfanganum safna saman upplýsingum og myndum frá skólagöngu nemenda í árganginum Nemendur útbúa árbók sem þeir safna upplýsingum og minningum um samnemendur sína.

Hámarksfjöldi í hóp 20 nemendur.

Staðsetning: Kúlan Kóraskóli.

Námsmat: Lokið – ólokið.

Bullet journal og markmiðasetning

Miðvikudagar 12:40 - 14:00

Kennari: Berglind

Finnst þér gaman að setja þér markmið en gengur illa að ná þeim? Finnst þér skemmtilegt að búa til lista og skrá niður árangur af markmiðum þínum. Bullet journal er skemmtileg leið til þess að skrá niður og halda utan um markmið. Við ætlum að búa til bullet journal síður og skoða hvernig við setjum okkur markmið sem við getum náð.

Hámarksfjöld í hóp 15 nemendur.

Staðsetning: Fjölgreinastofa Kóraskóli.

Námsmat: Lokið – ólokið.

Dönsk menning og hygge

Miðvikudagar 12:40 - 14:00

Kennarar: Amanda og Inga Dís

Áframhaldandi val frá haustönn, ekki hægt að skrá sig í á vorönn.

Áður skráðir nemendur.

Staðsetning: Stofa 77 – 78 í Kóraskóli.

Námsmat: Lokið- ólokið.

Útivist og hreyfing

Miðvikudagar 12:40 - 14:00

Kennari: Fjóla Dröfn

Í þessu vali verður boðið upp á fjölbreytta útihreyfingu meðal annars fjallgöngu, hjólreiðar, skauta og frisbígolf. Valið hefst í apríl og í staðin verður hver ferð lengur en 2 kennslustundir. Valið hefst með kynningu í janúar þegar ný önn hefst.

Hámarksfjöldi í hóp 15 nemendur.

Staðsetning: HK/Kóraskóli og nærumhverfi.

Námsmat: Lokið – ólokið.

Kvikmyndaval - íslenskar bíómyndir

Miðvikudagar 12:40 - 14:00

Kennari: Birgir

Markmið er að nemendur kynnist íslenskum leikurum, leikstjórum og kvikmyndum. Að nemendur kynnist verðlaunuðum kvikmyndum sem hafa hlotið sess í íslenskri kvikmyndasögu. Í valinu verður horft á íslenskar kvikmyndir og þær skoðaðar frá ýmsum hliðum. Nemendur gera kvikmyndagagnrýni eftir hverja mynd og skila til kennara.

Virkni, áhugi og þátttaka nemenda verður metin og svo skil á kvikmyndagagnrýni.

Hámarksfjöldi nemenda í hóp 25.

Staðsetning: Stofa 84- 85 Kóraskóli.

Námsmat: Lokið -ólokið.

Myndmenntaval

Miðvikudagar 12:40 - 14:00

Kennari: Karl

Í myndmenntavali ætlum við að mála og móta. Fyrst gerum við málverk á striga, annað hvort með akríl eða olíulitum og það sem við málum er frjálst í samráði við kennara. Svo förum við í mótun, eitthvað með leir og síðan með pappamassa.

Tilgangurinn er að kenna handverk og viðeigandi aðgerðir og þjálfa sköpun. Ipad er staðalbúnaður í tímum upp á að finna verkefni og fyrirmyndir.

Hámarksfjöldi fjöldi í hóp er 10 – til 12 nemendur.

Staðsetning: Myndmenntastofa Hörðuvallaskóli.

Námsmat: Lokið – ólokið.

Rafíþróttir í samvinnu við Arena

Arena með miðstöð fyrir rafíþróttir. Þar eru efld keppni í tölvuleikjum og stuðlað að bætingu spilara með markvissum æfingum og heilbrigðum spilaháttum. Þar er stutt við virka samkeppni innanlands sem og hjálpa íslenskum spilurum að komast í fremstu raðir. Þessu er áorkað með því að skapa félagslegt og stuðningsríkt umhverfi fyrir spilara landsins sem vilja koma saman og bæta sig. Í Arena er því trúað að markviss æfing í tölvuleikjum í réttu umhverfi geti haft jákvæð áhrif á spilara.

Þar sem þetta val er hluti af námi í Kóraskóla verður fylgst með mætingu nemenda og þeir þurfa að fylgja skólareglum Kóraskóla í einu og öll.

Hámarksfjöldi í hóp 40 nemendur.

Staðsetning: Arena gamning við Smáratorg.

Námsmat: Lokið – ólokið.

Skrautskrift

Miðvikudagar 12:40 - 14:00

Kennari: Berglind

Langar þig til að læra að skrifa tengiskrift og skrautskrift? Í skrautskrifta vali lærum við einmitt það. Við gerum æfingar og verðum snillingar í skrautskrift.

Hámarksfjöldi í hóp 15 nemendur.

Staðsetning: Fjölgreinastofa Kóraskóli.

Námsmat: Lokið ólokið.

Spilaval

Miðvikudagar 12:40 - 14:00

Kennarar: Hrefna Lára og Ágúst

Spilum og lærum skemmtileg spil og lærum ný.

Staðsetning: Stofa 83 Kóraskóli.

Hámarksfjöldi í hóp 25 nemendur.

Námsmat: Lokið – ólokið.

stærðfræðival

Miðvikudagar 12:40 - 14:00

Kennari: Margrét Ósk

Stærðfræðival er hugsað sem aukatími til að klára áætlun eða verkefni í stærðfræði.

Hámarksfjöldi í hóp 20 nemendur.

Staðsetning: Stofa 81 – 82 í Kóraskóli.

Námsmat: Lokið -ólokið.

starfsnám innan skóla

Umsjón: Björg Ýr

Nemendur aðstoða við ýmislegt í Hörðuvallaskóla í samvinnu við Björg Ýr námsráðgjafa. Hægt er að mæta á morgnanna eða eftir skóla.

Hámarksfjöldi 12 nemendur.

Staðsetning: Kóraskóli, Hörðuvallaskóli og nærumhverfi.

Námsmat. Lokið – ólokið.

Yndislestur

Miðvikudagar 12:40 - 14:00

Kennari: Birgir

Að nemendur finni sér bók sem er áhugaverð og spennandi. Að nemendur hafi svigrúm og tíma til að lesa og það má ekki vera kvöð og pína. Að nemendur íhugi og velti fyrir sér bókinni. Ef lesturinn gengur illa, er best að skipta um bók.

Hver nemandi velur sér tvær kjörbækur á önninni. Nemendur lesa í tímum, vinna verkefni og gera tvær kynninga yfir önnina. Umræður og spjall.

Virkni, áhugi og þátttaka nemenda verður metin til einkunna og svo skil á kynningum.

Hámarksfjöldi í hóp 20 nemendur.

Staðsetning: Stofa 84 – 85 Kóraskóli.

Námsmat: Lokið- ólokið.

Fjarnám í verslunarskólanum

Tengiliður: Inga Fjóla

Nemendum stendur til  boða að fara í fjarnám í nokkrum áföngum í framhaldsskóla í Verslunarskóla Íslands. 

val utan skóla

tækniskólaval

Áframhaldandi val frá haustönn, ekki hægt að skrá sig í á vorönn.

Fimmtudagar 14:35 - 16:35

Kennarar: Kennarar í Tækniskólanum á viðkomandi kennslusviðum. 

Staðsetning: Kennarar í Tækniskólanum á viðkomandi kennslusviðum. 

Markmið:


Viðfangsefnin:

Nemendur kynnast ólíkum viðfangsefnum í list- og verknámi sem kynntar eru í lotukerfi þar sem hver nemandi velur þrjú af eftirfarandi viðfangsefnum:


1. Hönnun og nýsköpun

2. Tréiðn

3. Pípulagnir

4. Málaraiðn

5. Múrariðn

6. Rafiðn – Tölvu- og netkerfi

7. Málmiðn

8. Sjómennska

9. Upplýsingatækni – Forritun og vefsmíði

10. Upplýsingatækni – Ljósmyndun og myndvinnsla

11. Föt og fylgihlutir


Hvert viðfangsefni tekur sex vikur, 3 kennslustundir á viku (3 x 40 mín.). 

Í þessum sex vikna lotum í hverri grein fá nemendur tækifæri til að hanna og smíða eigulega gripi undir leiðsögn færustu kennara.  Á þann hátt vinna nemendur að verkefnum, sem tengja saman viðkomandi faggrein og verkfærin, auk þess að kynnast uppbyggingu iðnnáms og möguleikum til framhaldsmenntunar að því loknu.

Þegar vali er lokið skulu nemendur (einir eða fáeinir saman) gera skýrslu/kynningu um valið sem er stýrt af hverjum grunnskóla fyrir sig og lagt fram í viðkomandi skóla.

Markhópur

10. bekkingar í grunnskólunum sem vilja kynnast vinnulagi og aðferðum í verk- og listnámi og undirbúa sig fyrir framhaldsnám.