Námstækni  

GÓÐ NÁMSTÆKNI GETUR KOMIÐ MANNI AF STAÐ OG AÐSTOÐAÐ Í NÁMI

Glósur

Glósur hjálpa okkur að muna betur og eykur virkni í tímum/við nám. Ef við lesum og glósum haldast upplýsingarnar betur í minninu og síðast en ekki síst þá auðvelda góðar glósur okkur alla upprifjun á námsefni.

Skipulag

Gott skipulag hjálpar okkur við að hafa góða yfirsýn yfir námið okkar þannig að álag í námi minnkar.

Stærðfræði

Oft telur fólk sér trú um stærðfræðin sé  þeim sérstaklega erfið og snúin. Mikilvægt er að hugsa á jákvæðum nótum og muna að nám í stærðfræði er eins og allt annað nám - það þarf að vinna jafnt og þétt yfir skólaárið í þessu fagi sem öðrum og biðja um aðstoð þegar allt er stopp. 

Tungumálanám

Öll ferðumst við eitthvað um heiminn og lærum nýja hluti. Tungumál getur opnað fyrir okkur nýjan heim. Hérna má finna nokkur góð ráð í tungumálanámi.

Ritgerðarvinna og heimildaskráning

Hérna má finna leiðbeiningar um ritgerðasmíð og hvernig við notum og skráum heimildir. Vertu viss um hvora útgáfuna (APA eða Chicago kerfið) þinn kennari vill að þú notir.

PRÓF OG RÁÐ VIÐ PRÓFKVÍÐA - SLÖKUN

Próf

Próf og námsmat er hluti af námi hvers nemanda.  Hérna má finna góð ráð við undirbúning fyrir próf, próftökuna sjálfa og viðbrögð við prófkvíða.

Slökun og vellíðan

Líðan okkar hefur mikil áhrif á viðhorf okkar til skólans og hvernig okkur gengur í námi, sem og samskipti við aðra. Margir venja sig á hugleiðslu, slökunaræfingar eða jákvætt sjálfstal. Hérna má finna efni sem þú getur nýtt þér.

HVERT GET ÉG LEITAÐ EF MÉR LÍÐUR ILLA?

Hvert get ég leitað ef mér líður illa eða vill tala við einhvern um mín persónulegu mál?

Að sjálfsögðu er best að geta leitað til foreldra og annarra fjölskyldumeðlima. Einnig er hægt að leita til aðila í skólanum: kennara, námsráðgjafa, skólahjúkrunarfræðings og starfsmanna félagsmiðstöðvarinnar. Stundum getur samt verið gott að leita til utanaðkomandi aðila og fá aðstoð. Hægt er að leita til ýmissa aðila, allt eftir því hvert erindið er. Ekki gleyma því að Barnaverndarappið er í ipad-inum sem þú ert með frá skólanum.