Fjarnám í Hörðuvallaskóla

mars - maí 2020


Vegna samkomubanns í samfélaginu gerum við ráð fyrir því að nemendur vinni mun meira heima en áður. Við gerum okkur þó grein fyrir því að námið verður ekki með sama hætti og þegar nemendur mæta í skólann alla daga.

Því er mikilvægt að kennarar og foreldrar taki höndum saman við að styðja við nám nemenda með öðrum hætti en við höfum áður gert.

Kennarar í Hörðuvallaskóla vinna þessa síðu í sameiningu og henni er ætlað að halda utan um það hvernig við vinnum með nemendum þessa daga, halda utan um verkefni sem nemendur geta unnið heima og veita foreldrum upplýsingar.

Á vefnum erum við með síðu fyrir foreldra þar sem við setjum inn upplýsingar sem nýtast foreldrum við að styðja nám barna sinna heima.

Svo erum við með síður fyrir hvert stig í skólanum þar sem við setjum inn hugmyndir að verkefnum fyrir nemendur til að vinna heima. Þetta er í vinnslu og ekki mikið efni komið inn.

Á miðstigi verður 6. og 7. bekkur alfarið í fjarnámi eftir páska

Á elsta stigi verða nemendur í 100% fjarnámi eftir páska.

Kennarasíðurnar nýtast svo til upplýsingar fyrir kennara og til starfsþróunar.


Síðan er unnin í google sites sem gerir kennurum kleift að vinna hana saman. Gagnlegt efni mun smám saman bætast við.