Valgreinar í Höfðaskóla
skólaárið 2023-2024


Hér fyrir neðan má sjá þær valgreinar sem í boði verða fyrir nemendur á mið- og unglingastigi skólaárið 2023-2024 ásamt stundatöflu fyrir þær greinar sem kenndar eru í töflu og skráningarblaði.  

Nemendur í 5.-7. bekk velja sér þrjár stundir.

Nemendur í 8. bekk velja sér fimm stundir.

Nemendur í 9. og 10. bekk velja sér sex stundir.

Fyrir unglingastig: List- og verkgreina vikur uppfylla tvær stundir, valgreinadagar uppfylla tvær stundir og heimanámsaðstoð er bundið val hjá 8. bekk og uppfyllir eina stund. 

Upplýsingar um hversu margar stundir hver valgrein telur koma fram hér að neðan. 

Hugleiðsla & Slökun
Umsjónaraðili: Daniela Esmeralda 

Nemendur læra aðferðir til þess að takast á við stress&kvíða, kúpla sig útúr aðstæðum og slaka á.
Kennt á mánudögum frá
16:00-16:40 allt skólaárið.
Telst sem ein stund í vali.
Í boði fyrir mið- og unglingastig.

Listaval
Umsjónaraðili:  Kristbjörg Dúfa

Nemendur vinna ýmis myndlistarverkefni.
Samstarf við Nes listamiðstöð.
Kennt á mánudögum frá
14:00-15:20 fram að áramótum.
Telst sem ein stund í vali.
Í boði fyrir mið- og unglingastig.

Snyrtifræði
Umsjónaraðili: Fjóla Dögg

Nemendur læra undirstöðuatriði í húðumhirðu og förðun.
Kennt á fimmtudögum frá 12:30-14:00 fram að áramótum.
(mögulega færist hluti tímanna utan töflu).
Telst sem ein stund í vali.
Í boði fyrir unglingastig.

Leshringur/
Samlestur
Umsjónaraðili: Sandra Ómarsd.

Ekki kennt 2023-2024 

Valin er ein bók sem lesin er yfir ákveðinn tíma, nemendur hittast og skiptast á skoðunum.
Kennt utan töflu.
Telst sem ein stund í vali.
Í boði fyrir unglingastig.

Kirkjukórinn
Kórstjóri: Hugrún Sif

Þeir nemendur sem eru í kirkjukór Hólaneskirkju geta nýtt æfingar yfir veturinn sem einn tíma í vali.
Í boði fyrir unglingastig.

Borðspil
Umsjónaraðili: Dagný Rósa

Nemendur læra ýmis borðspil.
Kennt á þriðjudögum frá
14:00-15:20 eftir áramót.
Telst sem ein stund í vali.
Í boði fyrir mið- og unglingastig.

Forritun
Umsjónaraðili: Dagný rósa

Nemendur læra að forrita og að tileinka sér hugsunina á bakvið forritun.
Kennt á þriðjudögum frá
14:00-15:20 fyrir áramót.
Telst sem ein stund í vali.
Í boði fyrir mið- og unglingastig.

tónlistarskóli

Nemendur sem eru í Tónlistarskóla A-Hún geta nýtt það sem einn tíma í vali.
Í boði fyrir mið- og unglingastig.

Frístund

Nemendur aðstoða í frístund í 32 kennslustundir yfir skólaárið. Tímasetningar ákveðnar í samráði við starfsmenn frístundar.
Telst sem ein stund í vali.
Í boði fyrir unglingastig. 

Starfakynningar
Ýmsir gestafyrirlesarar

Nemendur kynnast hinum ýmsu störfum. Við fáum í heimsókn fólk úr mismunandi starfsgeirum sem kynna bæði starfið sitt og hvaða leið þarf að fara til að fá réttindi til að starfa í viðkomandi starfi. Dæmi um gestaafyrirlesara eru lögreglumenn, einstaklingar úr heilbrigðisgeiranum, iðnaðarmenn og margt fleira.
Bundið val fyrir unglingastig.
Telst sem ein stund í vali.
Í boði fyrir unglingastig. 

Heimanámsaðstoð og stærðfærði
Umsjónaraðilar: Dagný Rósa
og Elva

Lærdómsaðstoð.
Kennt á miðvikudögum frá 12:30-13:20.
Bundið val fyrir 8. bekk.
Telst sem ein stund í vali.
Í boði fyrir unglingastig.

Prjónaval
Umsjónaraðili: Elva
Ekki kennt 2023-2024

Nemendur læra undirstöðuatriði í prjóni.
Kennt á fimmtudögum frá 12:30-14:00 eftir áramót.
Telst sem ein stund í vali.
Í boði fyrir unglingastig. 

Grænfáni/
umhverfismennt
Umsjónaraðili: Sara diljá
Ekki kennt 2023-2024

Nemendur vinna ýmis verkefni og skipuleggja viðburði í tengslum við verkefnið skóli á grænni grein.
Kennt á miðvikudögum frá
13:20-14:00.
Telst sem ein stund í vali.
Í boði fyrir mið- og unglingastig.

Duolingo
Umsjónaraðili: Halla María

Nemendur velja sér tungumál sem þeir vilja þjálfa sig í, með hjálp Duolingo.
Kennt á miðvikudögum frá 14:00-14:40.
Telst sem ein stund í vali.
Í boði fyrir mið- og unglingastig.

Hestaval
Umsjónaraðili: Halla María

Nemendur læra undirstöðuatriði í hestamennsku og fara í reiðtúra.
Kennt utan töflu.
Telst sem ein stund í vali.
Í boði fyrir unglingastig.

Íþróttakynningar
Umsjónaraðili: Finnbogi 

Nemendur kynnast fjölbreyttum íþróttagreinum og prufa þær.
Kennt á  mánudögum frá  14:00-15:20 eftir áramót.
Telst sem ein stund í vali.
Í boði fyrir mið- og unglingastig.

Fatahönnun
Umsjónaraðili: Halla María og Sara Diljá 

Nemendur hanna flík/ur. Notast verður við efni sem verið er að endurvinna.
Kennt á fimmtudögum frá
14:00-15:20 fram að áramótum.
Telst sem ein stund í vali.
Í boði fyrir unglingastig.

Zumba
Umsjónaraðili: Fjóla Dögg

Zumba dansparty.  
Kennt á mánudögum frá
15:20-16:00
Telst sem ein stund í vali.
Í boði fyrir mið- og unglingastig.

Bakstur
Umsjónaraðili: Vigdís Elva

Nemendur baka hinar ýmsu kræsingar :)
Kennt á fimmtudögum frá
14:00-15:20 eftir áramót.
Telst sem ein stund í vali.
Í boði fyrir unglingastig.

Smíðar
Umsjónaraðili: Gigga

Kennt á fimmtudögum frá
12:30-14:00 eftir áramót.
Telst sem ein stund í vali.
Í boði fyrir unglingastig.

Nemendafélagið
Umsjónaraðili: Eva Dís

Þeir nemendur sem verða kosnir í nemendafélagið geta nýtt það sem eina stund í vali.
Nemendafélagið skipuleggur ýmsa viðburði fyrir samnemendur sína.
Í boði fyrir unglingastig.

Skólablað
Umsjónaraðili: Sara Diljá 

Nemendur safna  og semja efni og gefa út tvö skólablöð yfir skólaárið.
Kennt á þriðjudögum frá 13:20-14:00.
Telst sem ein stund í vali.  
Í boði fyrir mið- og unglingastig.

Íþróttaæfingar
UMF FRAM

Nemendur sem æfa íþróttir hjá UMF Fram mega nýta það sem eina stund í vali.
Mæta verður að lágmarki á 23 æfingar yfir veturinn. 
Í boði fyrir miðstig.

High on Life
Umsjónaraðili: Gigga
Ekki kennt 2023-2024

Sjálfstyrkingar og hópefli. Gleði og gaman.
Kennt á þriðjudögum frá 14:00-14:40
Telst sem ein stund í vali.  
Í boði fyrir unglingastig

Skapandi áhugasviðsvinna
Umsjónaraðili: Sara Diljá og Halla María 

Nemendur velja sér verkefni sem þeir vilja vinna. Hægt er að sækja sér innblástur á youtube, tiktok eða öðrum miðlum og sjá sjálfir um að láta verkefnið verða að veruleika.  
Kennt á fimmtudögum fyrir áramót frá 14:00-15:20.
Telst sem ein stund í vali.
Í boði fyrir mið- og unglingastig