Foreldrar og forráðamenn

Er barnið þitt á netinu?

Aðgangur að neti er eins og að hafa lykil að þekkingu. Netið færir okkur aukin tækifæri til náms og verkfæri til sjálfseflingar á fjölbreyttan hátt.

Netið er samfélag með öllum þeim góðu og slæmu þáttum sem fylgja samfélögum. Við þurfum að læra að vera til í þessu samfélagi, læra á réttindi og skyldur innan þess, læra samskiptamáta, læra mörk , læra að þekkja og varast hættur, læra viðeigandi viðbrögð við því sem við mætum þar.

Það er ábyrgð fullorðinna að leiðbeina og gæta barna í netheimum eins og í raunheimum. Við getum aldrei fyrirbyggt algjörlega að börnin okkar upplifi eða sjái eitthvað slæmt. Við getum þó gert ýmislegt til að vernda og kenna börnum.

Verum meðvituð um hvað felst í tilvist barna okkar í netheimum. Tökum þátt í og þekkjum leikina og miðlana sem þau stunda.

Höfum í huga að:

  1. það er ástæða fyrir aldurstakmörkunum í leikjum og á miðlum/síðum

  2. margir vinsælustu leikirnir (og síður) krefjast innskráningar (þá á sér stað upplýsingasöfnun um notandann)

  3. þessir sömu leikir bjóða upp á samskiptamöguleika við hvern sem er hvar sem er í heiminum

  4. allt sem við gerum og segjum á netinu skilur eftir sig fótspor, okkar fótspor

  5. Einelti er stór þáttur af netinu - kenndu barninu hvernig er best að bregðast við.

Tryggvi Hjaltason kemur hér með góð ráð og spurningalista fyrir foreldra og forráðamenn. Grein sem allir foreldrar og forráðamenn ættu að lesa og hafa við höndina.

Tryggvi leggur til fullt af handhægum lausnum sem auðvelda foreldrum og forráðamönnum að vernda börnin og auka gagnsæi.

Hlekkurinn vísar í umfjöllun um leikinn Among Us sem er varúlfaleikur á netinu og er mjög vinsæll þessa dagana. Among Us lítur voðalega sakleysislega og skemmtilega út - vandinn er að hann er eins og svo margir aðrir leikir með möguleika á spjalli og einnig möguleika á að spila við ókunnuga.

Það eru þessar tegundir af leikjum sem foreldrar og forráðamenn þurfa að vera vakandi yfir og ræða við börnin hvað er í lagi, hvað ekki og hvað ber að varast.


Megináherslan er á forvarnir, fróðleik og hagnýt ráð. Handbókin hentar foreldrum, fagfólki sem vinnur með börnum sem og börnunum sjálfum. Einnig er sér kafli um neteinelti.

Listi yfir góðar upplýsingasíður: