Nemendur 6. bekkjar heimsóttu Sjóminjasafnið á Hellisssandi. Þóra Olsen, safnvörður, tók vel á móti hópnum og sagði þeim frá Dritvík og þróun útgerðar í Snæfellsbæ. Hver nemandi valdi sér einn hlut, sem Þóra sagði þeim frá, og skrifaði um hann.
Saltfiskur er fiskur sem er flakaður og saltaður til að geyma hann í lengri tíma. Saltfiskur var einn af þeim hlutum sem Íslendingar seldu mest á árum áður.
Línubyssa er eins og riffill en með áfasta fötu sem geymir langt band (færi) sem festist við blys. Áður fyrr gátu sjómenn nýtt sér línubyssu með því að koma færinu í land þegar þeir lentu í sjávarháska.
Þessi sög var notuð til að saga rekavið sem fannst í fjörum. Sögin var notuð til að byggja hús og báta. Í gamla daga var líka mikið rifist um rekavið.
Lóð voru notuð til að vigta t.d fiska og eitthvað annað.
Lýsispoki var notaður til að létta á öldunum. Lýsispokinn var búinn til úr leðri og það eru ekki mörg ár síðan hann var notaður. Hann virkaði þannig að hann lafði aðeins út og lýsið lak en bara lítið í einu. Lýsið er léttara en vatn (sjór) og flýtur þá á sjónum og þannig verður minni öldugangur.
Í beitningaskúr var beita sett á línur sem eru veiðarfæri. Beitan var oftast síld eða smokkfiskur.
Nemendur voru mjög áhugasamir og fylgdust með Þóru segja frá ljósmyndum sem eru í anddyri Sjóminjasafnsins.
Bliki er bátur sem er frá árinu 1826. Hann er áttæringur en það voru níu menn á bátnum en einn af þeim stýrði. Síðasti formaður bátsins hét Kristjón Jónsson.
Lukt er olíulampi sem lýsi var sett í til að sjómenn vissu hvar ætti að koma að landi. Luktin var svo sett á staði þar sem bátar koma að landi.
Þessar buxur voru búnar til úr lamba og kúaskinni. Lýsi var hellt á buxurnar til að halda þeim mjúkum. Þessar buxur á myndinni átti Friðbjörn Ásbjörnsson. Hætt var að nota svona sjóbuxur á árunum 1920 -1930.
Þurrabúð er hús sem fólk átti heima í en það átti ekki landið sem húsið var á. Það var stranglega bannað að hafa beljur á svæðinu.
Við Gufuskála eru um 200 fiskibyrgi frá 15. og 16. öld. Fiskibyrgi er staður þar sem fiskurinn var líklega þurrkaður og geymdur í hraunhrúgum sem staðsettar voru á hraunbreiðunum. Fiskibyrgin voru sérstaklega byggð svo að fiskurinn skemmdist ekki því það var mjög mikilvægt að hafa góða loftræstingu.
Hér er Þóra að segja nemendum frá því hvernig saltfiskur var verkaður hér áður fyrr.
Þessi fiskur er þurrkaður með í fiskibirgi. Það er búið að geyma hann að minnsta kosti í 8 ár. Ef þú setur hann ofan í vatni breytist fiskurinn og verður eins og venjulegur fiskur sem maður getur soðið en bragðast öðruvísi.
Tunnur voru notaðar til að salta síld. Það var líka hægt að setja venjulegan mat í tunnunar svo maturinn geymdist vel. Hrogn voru söltuð í tunnur.
Alan, Aron Eyjólfur, Bjarki Már, Daníel Berg, Egill Míó, Elisabeth Halldóra, Irma Júlía, Írena Mist, Jakub, Kristófer, Leonie, Tumi Guðjón, Víglundur Orri