Djúpalónssandur og Dritvík
Árgangur 2013 6. bekkur
Árgangur 2013 6. bekkur
Þann 20. maí 2025 fóru nemendur 6. bekkjar, í Grunnskóla Snæfellsbæjar, í ferðalag á Djúpalónssand og til Dritvíkur. Farið var með rútu og það tók um 30 mínútur að komast á svæðið. Benedikt, landvörður, tók á móti hópnum og sagði frá þekktum stöðum á Djúpalónssandi og í Dritvík og fræddi þá um sögu staðarins.
Hér erum við að horfa niður á Draugakleif sem er á Djúparlónssandi og Benedikt segir okkur frá því hvernig fjaran hefur breyst vegna óveðurs.
Það var óveður í febrúar og við það brotnaði mikið af klettinum sem heitir Söngklettur og er stærsti kletturinn í fjörunni. Flestir steinarnir eru þaktir sandi eða undir sandinum. Það er mjög hættulegt að fara nálægt sjónum því að það er svo mikið sog í sjónum að ef þú dettur þá tekur sjórinn þig. Sandurinn í fjörunni er líka mjög laus svo erfitt er að fóta sig í öldunni.
Ef vel er að gáð er hægt að sjá vötn á myndinni. Þetta eru Ytra og Innra Djúpalón.
Í lónunum er ferskt drykkjarhæft vatn sem vermenn á svæðinu nýttu sér til drykkjar.
Veist þú hvað gerðist á Djúpalónssandi í óveðrinu í febrúar?
Veist þú hvað lónin á Djúpalónsandi heita?
Veist þú af hverju það getur verið hættulegt að vera á Djúpalónssandi?
Veist þú hvað stærsti kletturinn á Djúpalónssandi heitir?
Milli Djúpalónssands og Dritvíkur er gönguleið. Það tekur um 15 mínútur að labba frá Djúpalóni til Dritvíkur. Benedikt sagði okkur frá svæðinu á leiðinni til Dritvíkur.
Þessi hlaðni veggur táknaði landamerki milli bæjanna Einarslóns og Hólahóla.
Við sáum skreiðhjall sem var notaður til að þurrka fiskinn í gamla daga.
Við sáum tóftir sem eru rústir af gömlu bæjum sem eru líka kallaðar þurrabúðir.
5. Hvað tekur langan tíma að labba frá Djúpalónssandi til Dritvíkur?
6. Hvað táknar hlaðni veggurinn milli Einarslóns og Hólahóla?
7. Hvað er skreiðhjallur og til hvers var hann notaður ?
8. Hvað eru tóftir?
Í Dritvík er hægt að sjá klettana Tröllakirkju og Bárðarskip. Í Dritvíkurpolli var besta lendingin. Þar er líka lítið sker sem kallast Brjótur. Bárður Snæfellsás var hálfur maður og hálft tröll og hann var í Dritvík.
Benedikt sagði okkur frá skerinu Brjót. Það urðu stundum sjóslys því bátar strönduðu á skerinu. Það var hræðilegt fyrir sjómennina.
Í Dritvík er svæði sem kallast Glímustofa. Þar léku vermenn sér að glíma í frítímanum sínum en fyrst þurftu þeir að lyfta aflraunasteinunum.
Hægt er að ganga í gegnum op á klettaveggi í fjörunni í Dritvík.
9. Hvað heita klettarnir í Dritvík sem eru kenndir við Bárð Snæfellsás?
10. Hvað heitir skerið sem olli sjóslysum í Dritvík?
11. Hvað þurftu vermenn að gera áður en þeir fóru að glíma?
12. Hvað kallast svæðið þar sem vermenn glímdu?
Rekaviður er sjórekið tré eða viður sem flýtur um höfin og rekur upp í fjörur.
Í gamla daga léku menn sér í Völundarhúsi með því að labba með bundið fyrir augun. Þeir reyndu að ganga inn í miðjuna því ef þeir komust alla leið gátu þeir losað sig við syndir sínar. Þeir þurftu svo að bakka út úr völundarhúsinu.
Í fjörunni á Djúpalóni eru fjórir misstórir aflraunasteinar sem kallast amlóði er 23 kg, hálfdrædttingur er 54 kg, hálfsterkur er 100 kg og fullsterkur 154 kg.
Við Nautastíg er klettur sem kallast Gatklettur. Kletturinn heitir þetta því það er gat á honum.
Spurningar um rekavið, völundarhúsið, aflraunasteinana og gatklett
13. Við hvaða stíg er Gatklettur?
14. Hvað er aflraunasteinninn fullsterkur þungur?
15. Hvað er rekaviður?
16. Hvað settu menn á augun þegar þeir fóru í völundarhúsið?
Það brotnaði mikilll búti af klettinum Draugakleif.
2. Lónin á Djúpalónssandi heita Ytra og Innra Djúpalón.
3. Ef þú ferð nálægt sjónum gæti aldan tekið þig og þú átt erfitt með að fóta þig í lausum sandinum. Aldan sogar þig til sín og tekur sandinn undan þér.
4. Stærsti kletturinn á Djúpalónssandi heitir Söngklettur.
5. Það tekur 15 mínútur að labba frá Djúpalónssandi til Dritvíkur.
6. Hlaðni veggurinn er á milli bæjana Einarslón og Hólahóla.
7. Skreiðhjallur var notaður í að þurrka fisk.
8. Tóftir eru leifar af gömlum bæjum.
9. Klettarnir heita Tröllakirkja og Bárðarskip.
10. Skerið heitir Brjótur.
11. Vermenn þurftu að lyfta aflraunasteinunum áður en þeir fóru að glíma.
12. Svæðið heitir Glímustofa.
13. Gatklettur er við Nautastíg.
14. Aflraunasteinninn fullsterkur er 154 kg.
15. Rekaviður er sjórekið tré og viður.
16. Þeir settu lepp fyrir augu.
Alan, Aron Eyjólfur, Bjarki Már, Daníel Berg, Egill Míó, Elisabeth Halldóra, Freyja Hafrún, Irma Júlía, Írena Mist, Jakub, Kristófer, Leonie, Sölvi, Tumi Guðjón og Víglundur Orri.