Menning

Kynntu þér dagskrá hverrar menningarstofnunar hér að neðan með því að smella á krækjuna eða skrollaðu niður og skoðaðu hana sundurliðaða fyrir börn og fjölskyldur.

Borgarbókasafn - Árbær

Borgarbókasafn - Gerðuberg

Borgarbókasafn - Grófin

Borgarbókasafn - Kringlan

Sólheimasafn

Borgarbókasafn - Spöngin

Borgarbókasafn - Úlfarsárdalur

Alls slags kennslumyndbönd fyrir börn í forritun, tónlist, handavinnu eða um annað föndur.

Borgarsögusafn

Listasafn Reykjavíkur

Frítt er inn fyrir fullorðna í fylgd barna á sýningar safnsins í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum.

Athugið að Ásmundarsafn er lokað, en Ásmundargarður er skemmtilegur viðkomustaður og alltaf opinn.

Fimmtudagurinn 17. og föstudagurinn 18. febrúar

Kjarvalsstaðir: Prent og vinir - námskeið fyrir börn í tengslum við sýningu Birgis Andréssonar.

Prent og vinir var stofnað sem færanlegt listamannarekið prentverkstæði, en hefur nú höfuðstöðvar sínar í Laugarnesinu. Hópurinn hefur verið áberandi í listheiminum undanfarin ár.
Í vetrarleyfi grunnskólanna verður prentvél frá þeim á Kjarvalsstöðum.

8 – 10 ára börnum er boðið að koma á örnámskeið – fimmtudagsmorguninn 17. feb kl. 9 -12.00 (ath. mæting kl. 9.00) og vinna prentverk undir áhrifum af yfirlitsýningu á verkum Birgis Andréssonar: Eins langt og augað eygir.

10- 12 ára börnum er boðið að koma á samskonar örnámskeið – föstudagsmorguninn 18.feb kl. 9 – 12.00 (ath. mæting kl. 9.00)

Kennari á námskeiðunum verður Joe Keys myndlistarmaður. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu en skráning er nauðsynleg og takmarkaður fjöldi.

Skráning fyrir 8 – 10 ára fimmtudaginn 17. feb kl 9 - 12

Skráning fyrir 10 – 12 ára föstudaginn 18. feb kl 9 – 12



Laugardagurinn 19. febrúar

Hafnarhús: Vísindasmiðja

Laugardagur 19. febrúar kl. 13-16.00

Listir og vísindi – sitt hvor hliðin á sama peningi

VÍSINDASMIÐJAN verður með opna listræna vísindadagskrá í samtali við sýninguna ABRAKADABRA – töfrar samtímalistar. Allir sem koma í safnið á þessum tíma geta fengið að reyna sig og taka þátt. Skráning ekki nauðsynleg, en farið verður að sóttvarnareglum varðandi fjölda hverju sinni og grímunotkun nauðsynleg.

Kjarvalsstaðir

Laugardagur 19. febrúar kl. 10-17.00

Hugmyndasmiðjan er opin fyrir fjölskyldur til að skapa saman og njóta og hið rómaða kaffihús Klambrar opið. Ókeypis fyrir fullorðna í fylgd barna á sýningar safnsins.


Ásmundargarður v/Sigtún

Laugardagur 19. febrúar

Ásmundargarður er góður áfangastaður og tilvalið að nota appið Reykjavikartwalk til að fara í létta fjölskylduleiðsögn um garðinn. Bæði til í Google Play og App store.
Frekari upplýsingar



Sunnudagurinn 20. febrúar

Hafnarhús

Sunnudag 20. febrúar kl. 14.00

Listin talar tungum: Skemmtileg leiðsögn um sýninguna ABRAKADABRA- töfra samtímalistar á rússnesku


Skráning HÉR

Kjarvalsstaðir

Laugardagur 19. febrúar Sunnudag 20. febrúar kl.10-17.00

Ókeypis fyrir fullorðna í fylgd barna á sýningar safnsins. Hugmyndasmiðjan er opin fyrir fjölskyldur til að skapa saman og njóta og hið rómaða kaffihús Klambrar opið.


Ásmundargarður v/Sigtún

Sunnudag 20. febrúar

Ásmundargarður er góður áfangastaður og tilvalið að nota appið Reykjavikartwalk til að fara í létta fjölskylduleiðsögn úr appinu um garðinn. Bæði til í Google Play og App store.

Frekari upplýsingar HÉR