Námsval í Foldaskóla

Á þessum skyggnum er yfirlit og upplýsingar um þær valgreinar sem eru í boði veturinn 2020-2021.

Skólinn áskilur sér rétt til breytinga á einstökum þáttum sem hér kemur fram ef þörf krefur.

Námsval 2020-2021

Til að sjá nánari upplýsingar um valfag þá smellirðu á heiti þess í yfirlitinu

eða notar pílurnar til að flétta í gegnum skyggnurnar.

Hvernig vel ég?

Nemendur í 8. bekk hafa tvær stundir í vali.

Þar sem ekki er víst að hægt sé að fá það val sem þig langar mest í þá þarftu að velja 8 valfög í þeirri röð sem þú myndir helst vilja.

Í 1. val seturðu sem sagt það valfag sem þú vilt helst stunda, í 2. val seturðu það sem þig langar næst mest í og svo framvegis.

Það getur verið gott að vera búin að skrifa niður á blað hvaða greinar þú hyggst velja og í hvaða röð áður en þú fyllir út rafræna námsvalið.

Athugaðu að þú gætir þurft að skruna til hliðar til að finna þau valfög sem þú hefur áhuga á.

Þegar þú hefur lokið við að velja 8 valgreinar þá staðfestir forráðamaður valið og sendir inn með því að smella á "SENDA INN" hnappinn neðst á síðunni.