Tæknilegar upplýsingar
Gagnlegar upplýsingar um fyrir nemendur í Foldaskóla og aðstandendur þeirra.
Office
Office pakkinn á netinu
Allir starfsmenn og nemendur hjá Reykjavíkurborg hafa aðgang að Office-pakkanum á netinu.
Þar hafa þeir aðgang að Outlook tölvupósti, Word, Power Point, Microsoft Teams og öðrum forritum MS.
Hvernig kemst ég inn?
Aðgangur er gegnum netið á vefslóðinni office.com
Notendanafn er skólanetfangið ykkar.
Sem er sama og notendanafnið inn í tölvur skólans + @rvkskolar.is
Dæmi abcd01@rvkskolar.is
Lykilorð sama og í tölvum skólans.
En ef ég man ekki lykilorðið?
Ef lykilorð er glatað þarf að hafa samband við skólaritara sem gefur út tímabundið lykilorð
Farðu svo á þessa síðu: https://lykilord.reykjavik.is/ til að velja þér eigið lykilorð.
Nemendur í 4.-10. bekk þurfa að huga að því að lykilorð þarf að vera a.m.k. 8 stafir og nota þarf einhverjar tölur, hástafi eða tákn
Tímabundna lykilorðið dugar ekki til að fara inn á Office á netinu
Google Classroom
Google forrit á netinu
Allir nemendur í Foldaskóla hafa skóla-google-aðgang
Gefur aðgang að Google Classroom og öllum Google forritum s.s. Docs, Slides og gagnageymslunni Drive.
Hvernig kemst ég inn?
Notendanafn sama inn í tölvur skólans + @gskolar.is
Dæmi abcd01@gskolar.is
Lykilorð - á að vera sama og í tölvukerfi skólans og Office.
Ef það virkar ekki skuluð þið hafa samband við Guðnýju kennsluráðgjafa í UT sem getur endurstillt lykilorðið. Netfang: guto06@rvkskolar.is
Snara
Snara.is
Snara er verkfæri fyrir tugi orðabóka og uppflettirita.
Allir nemendur hjá Reykjavíkurborg hafa nú aðgang að uppflettiritunum með Google skólanetfanginu sínu.
Hvernig kemst ég inn?
Smellt er á "Innskráning" og "Innskrá með Google"
Notið @gskolar.is netfangið til innskráningar (sjá hér til hliðar undir liðnum Google Classroom)
Google Meet
Google Meet
Google Meet er fjarfundakerfi sem er hluti af G-Suit skólapakkanum
Hægt er að fara inn á Meet gegnum vafra eða með því að nota app í snjalltæki
Hvernig kemst ég inn?
Til að vera þáttákandi á fundi þarf eingöngu að hafa vefslóð eða kóða fyrir fundinn
Til að stofna fund þarf að vera skráður inn með Google skólaaðganginum sínum (sé hér fyrir ofan undir liðnum Google Classroom)
Hvaða búnað þarf ég?
Lágmarksbúnaður er tölva (borðtölva, fartölva, snjallsími, spjaldtölva) með hátalara, myndavél og hljóðnema
Microsoft Teams
Teams fjarfundakerfi
Allir nemendur í Foldaskóla hafa aðgang að Teams fjarfundakerfinu
Hægt að fara inn í gegnum Office.com, með því að setja upp forrit á borð- og fartölvur eða með því að setja upp app á síma og spjaldtölvur
Hvernig kemst ég inn?
Notendanafn er sama og inn á Office.com
Sem er skólanetfangið ykkar.
Sem er sama og notendanafnið inn í tölvur skólans + @rvkskolar.is
Dæmi abcd01@rvkskolar.is
Lykilorð sama og í tölvum skólans.
Ef lykilorð er glatað þarf að hafa samband við ritara skólans til að endurstilla lykilorðið