Tæknilegar upplýsingar

Gagnlegar upplýsingar um fyrir nemendur í Foldaskóla og aðstandendur þeirra.


Office

Office pakkinn á netinu

  • Allir starfsmenn og nemendur hjá Reykjavíkurborg hafa aðgang að Office-pakkanum á netinu.

  • Þar hafa þeir aðgang að Outlook tölvupósti, Word, Power Point, Microsoft Teams og öðrum forritum MS.

Hvernig kemst ég inn?

  • Aðgangur er gegnum netið á vefslóðinni office.com

  • Notendanafn er skólanetfangið ykkar.

  • Sem er sama og notendanafnið inn í tölvur skólans + @rvkskolar.is

  • Dæmi abcd01@rvkskolar.is

  • Lykilorð sama og í tölvum skólans.

En ef ég man ekki lykilorðið?

  • Ef lykilorð er glatað þarf að hafa samband við skólaritara sem gefur út tímabundið lykilorð

  • Farðu svo á þessa síðu: https://lykilord.reykjavik.is/ til að velja þér eigið lykilorð.

  • Nemendur í 4.-10. bekk þurfa að huga að því að lykilorð þarf að vera a.m.k. 8 stafir og nota þarf einhverjar tölur, hástafi eða tákn

  • Tímabundna lykilorðið dugar ekki til að fara inn á Office á netinu



Google Classroom

Google forrit á netinu

  • Allir nemendur í Foldaskóla hafa skóla-google-aðgang

  • Gefur aðgang að Google Classroom og öllum Google forritum s.s. Docs, Slides og gagnageymslunni Drive.

Hvernig kemst ég inn?

  • Notendanafn sama inn í tölvur skólans + @gskolar.is

  • Dæmi abcd01@gskolar.is

  • Lykilorð - á að vera sama og í tölvukerfi skólans og Office.

  • Ef það virkar ekki skuluð þið hafa samband við Guðnýju kennsluráðgjafa í UT sem getur endurstillt lykilorðið. Netfang: guto06@rvkskolar.is


Snara

Snara.is

  • Snara er verkfæri fyrir tugi orðabóka og uppflettirita.

  • Allir nemendur hjá Reykjavíkurborg hafa nú aðgang að uppflettiritunum með Google skólanetfanginu sínu.

Hvernig kemst ég inn?

  • Smellt er á "Innskráning" og "Innskrá með Google"

  • Notið @gskolar.is netfangið til innskráningar (sjá hér til hliðar undir liðnum Google Classroom)


Google Meet

Google Meet

  • Google Meet er fjarfundakerfi sem er hluti af G-Suit skólapakkanum

  • Hægt er að fara inn á Meet gegnum vafra eða með því að nota app í snjalltæki

Hvernig kemst ég inn?

  • Til að vera þáttákandi á fundi þarf eingöngu að hafa vefslóð eða kóða fyrir fundinn

  • Til að stofna fund þarf að vera skráður inn með Google skólaaðganginum sínum (sé hér fyrir ofan undir liðnum Google Classroom)

Hvaða búnað þarf ég?

  • Lágmarksbúnaður er tölva (borðtölva, fartölva, snjallsími, spjaldtölva) með hátalara, myndavél og hljóðnema

Microsoft Teams

Teams fjarfundakerfi

  • Allir nemendur í Foldaskóla hafa aðgang að Teams fjarfundakerfinu

  • Hægt að fara inn í gegnum Office.com, með því að setja upp forrit á borð- og fartölvur eða með því að setja upp app á síma og spjaldtölvur

Hvernig kemst ég inn?

  • Notendanafn er sama og inn á Office.com

  • Sem er skólanetfangið ykkar.

  • Sem er sama og notendanafnið inn í tölvur skólans + @rvkskolar.is

  • Dæmi abcd01@rvkskolar.is

  • Lykilorð sama og í tölvum skólans.

  • Ef lykilorð er glatað þarf að hafa samband við ritara skólans til að endurstilla lykilorðið

Office.com - kennslumyndbönd

office-innskra.mp4

Að skrá sig inn á Office.com

outlook.mp4

Að senda tölvupóst gegnum Outlook á netinu

Microsoft Teams - kennslumyndbönd

Teams Web.mp4

Að nota Teams í gegnum Office.com

Teams iphone.mp4

Að nota Teams á síma og snjalltækjum


Google Classroom - kennslumyndbönd

Að skoða verkefni

Að skila inn verkefni