Dagur gegn einelti 8. nóvember

Málþing í tilefni Dags gegn einelti 

Þann 8. nóvember fer fram málþingið Jákvæður staðarbragur - hvað þarf til? í húsnæði Menntavísindasviðs í Stakkahlíð. Málþingið er á vegum Starfshópsins Vinsamlegt samfélag sem starfar á skóla- og frístundasviði hjá Reykjavíkurborg og er skipulagt í tilefni dags gegn einelti sem haldinn er á hverju ári. Á málþinginu verða erindi frá Steingerði Kristjánsdóttur og Semu Erlu Serdaroglu, aðjúnkdar við tómstunda og félagsmálafræðideild Háskóla Íslands, Heimili og skóla, Viðari Halldórssyni, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, formanni skóla og frístundaráðs Reykjavíkur. 

Málþingið er opið öllu starfsfólki leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva þeim að kostnaðarlausu. 

Gjöf Vinsamleg samfélags til skólasamfélags Reykjavíkur árið 2022

Á Degi gegn einelti í ár gefur Vinsamlegt samfélag grunnskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum borgarinnar bókina Ferðalagið eftir Jakob Ómarsson. Ferðalagið er styrkleikabók sem gefur börnum tækifæri til þess að ígrunda og styrkja sjálfsmynd sína, vinna með samkennd, hrós, hvatningu og jákvæð samskipti. Bókin verður vonandi góð viðbót í verkfærakistu starfsfólks grunnskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva í vinnu sinni með félagsfærni og samskipti barna og ungmenna. 

Eins og alltaf vonum við að Dagur gegn einelti verði góð áminning til allra sem vinna með eða í kringum börn til þess að setja málefnið á oddinn, rifja upp verkferla og vera á varðbergi gagnvart neikvæðum samskiptum í sínu nærumhverfi. 

Frá hjarta til hjarta!

Myndbönd um forvarnir gegn einelti á starfsstöðvum SFS

Myndbönd frá Degi gegn einelti árið 2019

Myndband um einelti ætlað börnum 11-16 ára

Myndband um einelti ætlað börnum 4-10 ára

Verkfæri í forvarnarvinnu gegn einelti

Sameiginleg eineltisáætlun leikskóla í Vesturbænum sem unnin var í samstarfi við  þjónustumiðstöð Vesturbæjar. 

Vinátta er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti ætlað leikskólum, 1. - 4. bekk grunnskóla, frístundaheimilum 

Forvarnarverkefni fyrir leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili. Hérna má finna fræðilegan bakgrunn, verkfæri, leiki og fleira sem hægt er að nýta í starfi með börnum. 

Verkefni úr verkfærakistu menntastefnunnar

Verkfæri starfsmanna Reykjavíkurborgar