Í tilefni af degi gegn einelti fékk Reykjavíkurborg til liðs við sig tónlistarfólkið Júlí Heiðar og Dísu sem sömdu lagið Öll í sama liði.
Textinn var saminn út frá samtali við börn á elstu deild leikskóla og börn í 1.-4. bekk.
Boðskapurinn er að við séum öll í sama liði, komum fram við náungann eins og við viljum að komið sé fram við okkur.
Lagið er aðgengilegt á Spotify og Vimeo!
Vinsamlegt samfélag gaf leikskólum, skólum og frístundaheimilum Félagsfærnispilið í tilefni af degi gegn einelti.
Þann 8. nóvember fer fram málþingið Jákvæður staðarbragur - hvað þarf til? í húsnæði Menntavísindasviðs í Stakkahlíð. Málþingið er á vegum Starfshópsins Vinsamlegt samfélag sem starfar á skóla- og frístundasviði hjá Reykjavíkurborg og er skipulagt í tilefni dags gegn einelti sem haldinn er á hverju ári. Á málþinginu verða erindi frá Steingerði Kristjánsdóttur og Semu Erlu Serdaroglu, aðjúnkdar við tómstunda og félagsmálafræðideild Háskóla Íslands, Heimili og skóla, Viðari Halldórssyni, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, formanni skóla og frístundaráðs Reykjavíkur.
Upptökur af erindum á málþinginu má finna hérna
Á Degi gegn einelti í ár gefur Vinsamlegt samfélag grunnskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum borgarinnar bókina Ferðalagið eftir Jakob Ómarsson. Ferðalagið er styrkleikabók sem gefur börnum tækifæri til þess að ígrunda og styrkja sjálfsmynd sína, vinna með samkennd, hrós, hvatningu og jákvæð samskipti. Bókin verður vonandi góð viðbót í verkfærakistu starfsfólks grunnskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva í vinnu sinni með félagsfærni og samskipti barna og ungmenna.
Eins og alltaf vonum við að Dagur gegn einelti verði góð áminning til allra sem vinna með eða í kringum börn til þess að setja málefnið á oddinn, rifja upp verkferla og vera á varðbergi gagnvart neikvæðum samskiptum í sínu nærumhverfi.
Frá hjarta til hjarta!