UT og erlend tungumál

Þessi vefsíða er verkefni í áfanganum Þróun náms og kennslu og upplýsingatækni, ÞNU við Háskólann á Akureyri. Markmiðið var að útbúa verkfærakistu tengda upplýsingatækni og völdum við að skoða hvaða forrit og vefsíður gagnast við tungumálakennslu og tungumálanám. Við fjöllum ekki einungis um forrit sem eru sérsniðin að tungumálakennslu heldur einnig forrit sem við teljum henta og kennarar geta sniðið að kennslunni hverju sinni.

Við vonum að síðan gagnist kennurum og nemendum sem velja að nýta sér upplýsingatækni í skólastarfi.

Unnur og Valgerður