Innritun og móttaka nýrra nemenda

Heimasíða

Heimasíða

Umsókn um skólavist fyrir nemendur með lögheimili á Akureyri þarf að skila inn rafrænt

Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitafélags

Reglur um greiðslur fyrir nemendur sem stunda nám utan lögheimilissveitarfélags


Innritun nýrra nemenda í grunnskóla Akureyrarbæjar fer þannig fram að á heimasíðu skóladeildar, akmennt.is, er rafrænt eyðublað sem ber að nota þegar sótt er um skólavist. Skóladeild sendir síðan umsóknina til þeirra skóla sem sótt er um. Í febrúar er auglýstur sérstakur tími til umsóknar um skólavist fyrir nýnema.

Áður hefur foreldrum staðið til boða að koma í grunnskólana til að kynna sér starf og starfsaðstæður. Þó Akureyrarbær auglýsi að það sé val foreldra í hvaða skóla börn þeirra fari er það þó þannig að börn innan hverfis sitja fyrir um skólavist og síðan fer eftir aðstæðum og plássi í skólanum hve mörgum er hægt að bæta við.

1. bekkur

Að vori er verðandi 1. bekkjar nemendum úr leikskólum bæjarins boðið í kynnisferð um skólann. Fulltrúar frá Giljaskóla hitta einnig leikskólakennara til viðræðna um væntanlega nemendur. Skólinn fær einnig skriflegar upplýsingar frá leikskólum með nemendum, sbr. Reglugerð um skil og miðlun upplýsinga milli leik- og grunnskóla nr. 896/2009.

Að auki er nemendum boðið í skólann ásamt foreldrum (í maí sama ár og skólaganga hefst). Foreldrum er kynnt skólastarfið og Frístund á meðan nemendur í fimmta bekk fylgja nýnemum um húsnæðið og kynna þeim aðstæður. Nemendur fimmta bekkjar eru verðandi vinabekkur fyrsta bekkjar. Nemendur ljúka heimsókninni með samverustund í Frístund þar sem þeir vinna verkefni.

Foreldrar og nemendur eru boðaðir í viðtal til verðandi umsjónarkennara. Nemendur í fyrsta bekk mæta ekki á skólasetningu. Fyrsti fræðslufundur hjá foreldrum í fyrsta bekk er í september. Fyrstu skóladagarnir eru jafnan í styttra lagi og nemendum kynnt ýmislegt sem fylgir því að verða grunnskólanemandi. Óskað er eftir að foreldrar meti sjálfir hversu lengi þeir fylgja barni sínu eftir í skólann þessa fyrstu daga.

2. - 10. bekkur

Umsjónarkennari ræðir við forráðamenn annarra nýrra nemenda sem koma í skólann. Ef óskað er eftir getur nemandinn komið í skólann áður en hann byrjar til að kynna sér skólann og heilsað uppá væntanlegan kennara. Hann fylgist með líðan nemandans og aflar upplýsinga frá fyrri skóla og foreldrum m.a. um námsgengi og félags- og tilfinningaþroska. Hjúkrunarfræðingur aflar einnig upplýsinga um nýja nemendur hjá forráðamönnum.

Ef um er að ræða nemanda með skilgreinda fötlun er fundað að vori með starfsmönnum skólateymis og foreldrum viðkomandi nemanda til undirbúnings skólagöngu.

Bekkjarfélögum er gerð grein fyrir fötluninni í samráði við foreldra barnsins.