Orðarún í Forms

Nemendur eiga samkvæmt MMS að taka lesskilningspróf tvisvar sinnum á hverjum vetri. Þessi próf er hægt að nálgast hér að neðan. Þið smellið á hlekkinn og þá getið þið sótt Google Forms skjal sem hægt er að leggja fyrir nemendur ykkar og fara yfir jafnóðum. Skjalið er með innbyggðum svarlykli þannig að þið fáið niðurstöðurnar um leið og nemandi hefur svarað spurningunum.