Viðfangsefni menntabúðanna verða að þessu sinni tengd ýmsum rafrænum verkfærum sem nýtast í námi og kennslu.
Hér neðar á síðunni má finna nánari dagskrá og skráningarform.
Það eru meistaranemar í námskeiðinu ,,Þróun náms og kennslu og upplýsingatækni'' sem hafa þjálfað sig í notkun verkfæranna og ætla að deila þekkingu og reynslu. Þátttakendur ganga á milli stöðva þar sem kennslan fer fram og geta nýtt tímann vel og lært á mörg mismunandi forrit á meðan menntabúðum stendur.
Veitingar verða á boðstólum að vanda. Ekki verður sérstakt kaffihlé eins og venja er en fólki er velkomið að fá sér hressingu þegar það vill.
Menntabúðir hefjast klukkan 16:15 og standa til klukkan 18:00.