Giljaskóli og Oddeyrarskóli sameinast um að halda aðrar menntabúðir vetrarins
og verða þær haldnar í Giljaskóla þriðjudaginn 22. október kl. 16:15 - 18:05.
Viðfangsefni menntabúðanna er upplýsingatækni í skólastarfi. Dagskráin mótast fram að menntabúðunum og tekur mið af því sem við öll leggjum fram. Hægt er að bjóðast til að miðla af reynslu og einnig að óska eftir viðfangsefnum.
Kl. 16:15 - 16:30 Móttaka á sal (gengið inn að austan, syðri inngangur)
Kl. 16:30 - 17:05 Fyrri lota menntabúðanna
Kl. 17:05 - 17:30 Kaffi á sal
Kl. 17:30 - 18:05 Seinni lota menntabúða
Vonandi sjáum við sem flesta. Skráning er mikilvæg hvað varðar veitingar.
Aðgangsstýringar á iPad, Lightspeed og Apple School Manager
Kynnt verður hvernig við í Giljaskóla erum að nýta okkur MDM kerfið Lightspeed til að “þjónusta” iPadana, keyra uppfærslur, loka fyrir óæskilega hluti og kaupa forrit í gegnum Apple School Manager. Skoðum “shared iPads” þar sem nemendur geta skráð sig inn á tækið og geymt sín gögn án þess að aðrir komist í þau.
Staðsetning: stofa 303, 3. hæð
Bergmann Guðmundsson, verkefnisstjóri Giljaskóla
Skoðum tengslakönnunarforrit sem við erum að nota í Giljaskóla til að taka stöðuna á tengslum innan bekkjarins. Hægt er að nota forritið til að raða nemendum á borð eftir mismunandi niðurstöðum og sjá niðurstöður myndrænt.
Kynnumst Sphero í kennslu. Ætlað fyrir þá sem hafa litla eða enga reynslu af vélmennunum en vilja læra á Sphero Edu forritið sem keyrir skipanir í vélmennin.
Staðsetning: stofa 303, 3. hæð
Bergmann Guðmundsson, verkefnisstjóri Giljaskóla
ScanNCut og Inkscape
Farið verður yfir nokkra möguleika á notkun ScanNCut vélarinnar frá Brother í textílkennslu og hvernig Inkscape virkar með henni.
Staðsetning: textílmennt, 2. hæð
Astrid Hafsteinsdóttir, textílkennari Giljaskóla
CNC fræsari
Kynning á tölvufræsaranum CNC - Step og teikniforritinu Fusion 360. Ég mun láta fræsarann gera eitt verkefni til að sýna hvernig hann vinnur.
Staðsetning: smíðastofa, 1. hæð
Guðmundur Hákonarson, smíðakennari Giljaskóla
Skoða og prófa í "tölvustofu"
Eftirfarandi verður uppsett til að skoða og prófa: Classroomscreen, Cubetto, Quiver og Quiver Masks, Cube Merge, Virtuali-Tee, Osmo, Box Island, Tynker, Code, Swift Playgrounds
Staðsetning: tölvustofa, 2. hæð
Unnur Valgeirsdóttir, kennari Giljaskóla
Skoða og prófa í "tölvustofu"
Eftirfarandi verður uppsett til að skoða og prófa: Classroomscreen, Cubetto, Quiver og Quiver Masks, Cube Merge, Virtuali-Tee, Osmo, Box Island, Tynker, Code, Swift Playgrounds
Staðsetning: tölvustofa, 2. hæð
Unnur Valgeirsdóttir, kennari Giljaskóla
Stop Motion
Farið verður yfir helstu atriði við gerð Stop Motion myndbanda en þau henta í nánast öllum fögum grunnskólans, bæði sem kennslutæki og sem nemendaverkefni. Sýnt verður hvernig Stop Motion myndband er gert og þeir möguleikar sem í boði eru. Kynnt verður forrit sem hentar vel til verksins ásamt aukahlutum sem gott er að hafa aðgang að. Þá verða helstu atriði útskýrð og bent á hvað ber að forðast.
Staðsetning: sjónlistir, 2. hæð
Sandra Rebekka, sjónlistakennari Giljaskóla
Hér gefst fólki tækifæri til að koma með spurningar og vangaveltur varðandi Google og fá svör. Hvað brennur á ykkur?
Staðsetning: stofa 206, 2. hæð
Kristín B Jónsdóttir, kennari Giljaskóla og Margrét Aðalgeirsdóttir, kennari Oddeyrarskóla
Hlaðvarp í samfélagsfræði
Ég hef verið að prófa hlaðvarp í 9. bekk til að gera efnið aðgengilegra fyrir nemendur. Ég hef stuðst við kennslubókina (Styrjaldir og kreppa), búið til handrit út frá henni og síðan tekið upp hlaðvarpsþætti til að nota í kennslunni. Ég verð með kynningu á því hvernig ég geri handrit, tek upp og hvernig útkoman er.
Staðsetning: stofa 304, 3. hæð
Sigrún Magnúsdóttir, kennari Giljaskóla
Erasmus+
Kynning á þvermenningarlegri verkefnastjórnun - námskeið á vegum Erasmus+. Farið verður yfir inntak námskeiðsins, fyrirkomulag og okkar upplifun."
Staðsetning: stofa 305, 3. hæð
Anna María Þórhallsdóttir, Sandra Rebekka og Sigrún Magnúsdóttir, kennarar Giljaskóla
Fimmtudagsfjör og óhefðbundin foreldraviðtöl
Í tímum sem kallast fimmtudagsfjör snúast verkefni um val nemenda, hreyfingu, metnað og gleði. Í kjölfar þess að tímarnir slógu í gegn var ákveðið að fara óhefðbunda leið og virkja nemendur meira í foreldraviðtölum. Segjum frá þessum skemmtilegu viðfangsefnum.
Staðsetning: stofa 108, 1. hæð
Inga Dís Sigurðardóttir, Steinunn Ragnarsdóttir og Thelma Snorradóttir, kennarar Giljaskóla
iPad og byrjendalæsi
Skoðuð verða forrit sem henta vel í kennslu með byrjendalæsi og sýnd verða verkefni sem nemendur hafa unnið.
Staðsetning: stofa 108, 1. hæð
Inga Dís Sigurðardóttir, kennari Giljaskóla
Frábært verkfæri fyrir kennara. Setjum nemendum fyrir verkefni, kennari sér vinnu allra nemenda á sínum iPad/tölvu og getur aðstoðað nemendur í gegnum sitt tæki. Eftir að verkefni er lokið þá getur kennari séð vinnu nemenda, farið yfir verkefnin og næst þegar nemendur fara inn í forritið þá fá þeir athugasemd um leiðréttingu kennara. Þeir sem eru með iPad mega endilega vera búnir að ná í appið fyrir kynninguna.
Staðsetning: stofa 204, 2. hæð
Guðríður Sveinsdóttir, kennari Giljaskóla
Kennarar vinna með Seesaw og setja þangað inn verkefni (verkefnalýsingar og hæfniviðmið sem tengjast verkefninu) og halda þar utan um verkefni nemenda og námsmat sem tengist einstökum verkefnum í hverri námsgrein. Þannig verða verkefnalýsingar sýnilegar nemendum, lokin verkefni sýnileg foreldrum og hæfnimat sýnilegt kennurum til að meta stöðuna.
Staðsetning: stofa 204, 2. hæð
Guðríður Sveinsdóttir, kennari Giljaskóla og Harpa Kristín Þóroddsdóttir, kennari Oddeyrarskóla
E-Twinning, mitt fyrsta verkefni
Segi frá fyrsta eTwinning verkefninu mínu, hvað gekk vel, hvað illa. Kynni heimasíðu eTwinning fyrir byrjendur.
Staðsetning: stofa 203, 2. hæð
Heiðar Ríkharðsson, kennari Giljaskóla
Synir feðraveldisins
Spjall um tvöföld skilaboð til drengja og ungra manna um samskipti kynja. Getur hellisbúinn fagnað margbreytileikanum og verið 'nice'?
Staðsetning: stofa 203, 2. hæð
Heiðar Ríkharðsson, kennari Giljaskóla
Dash vélmenni
Skoðum hvar finna má forrit og leiðbeiningar fyrir Dash. Leikum okkur með vélmennin og höfum gaman. Dash er forritaður með því að nota spjaldtölvuforrit s.s. Blockly og Go. Ef þið viljið vera með ykkar eigin iPad getið þið fundið forritin með því að slá inn leitarorðið Wonder Workshop í App-Store og sækja þau áður en þið komið.
Hér má sjá Dash notaðan í skólastarfi.
Staðsetning: náttúrufræðistofa, 2. hæð
Sigrún Þórólfsdóttir, kennari Giljaskóla
Nearpod
Farið verður í gegnum smá sýnishorn af því sem hægt er að gera í Nearpod í tengslum við eðlisfræði. Síðan verður unnið í pörum / hópum þar sem þið fáið tækifæri til að gera ykkar eigin Nearpod-glærur.
Staðsetning: náttúrufræðistofa, 2. hæð
Sigrún Þórólfsdóttir, kennari Giljaskóla
Opið hús í sérdeild
Hægt að skoða og fræðast um skynörvunarrými, verkefni byggð á hugmyndafræði TEACCH, augnstýribúnað, rofadót, myndrænt skipulag o.fl. Sýnum myndband frá skólastarfinu í sérdeild.
Staðsetning: stofa 103, 1. hæð
Ragnheiður Júlíusdóttir, Arna Tryggvadóttir, Guðrún Linda Guðmundsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir og Katrín Guðjónsdóttir, sérdeild Giljaskóla
Opið hús í sérdeild
Hægt að skoða og fræðast um skynörvunarrými, verkefni byggð á hugmyndafræði TEACCH, augnstýribúnað, rofadót, myndrænt skipulag o.fl. Sýnum myndband frá skólastarfinu í sérdeild.
Staðsetning: stofa 103, 1. hæð
Ragnheiður Júlíusdóttir, Arna Tryggvadóttir, Guðrún Linda Guðmundsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir og Katrín Guðjónsdóttir, sérdeild Giljaskóla