Seinni ritgerð um efni námskeiðs

Ritgerð (50%)

Ritgerðin getur verið um sama viðfangsefni og fyrirlesturinn en í henni verða að koma fram sjálfstæð tök á efninu og meiri upplýsingar en í fyrirlestrinum. Nemandi getur líka valið að skrifa um annað viðfangsefni sem fjallað hefur verið um í námskeiðinu en þó ekki það sama og hann skrifaði um í fyrri ritgerð. Ritgerð má að hámarki vera 25 blaðsíður að lengd með tvöföldu línubili, hámarksfjöldi orða er 7000, heimildir með taldar. Kennarar lesa ekki yfir uppkast. Hver nemandi skilar sinni ritgerð.

Við mat verður eftirfarandi haft til hliðsjónar: Markmið umfjöllunar (rannsóknarspurning), kynning meginhugtaka og hugmynda, rökleg efnismeðferð, niðurstaða (svar við rannsóknarspurningu), gagnrýnin eða frumleg hugsun, notkun heimilda, uppbygging ritgerðar, málfar og frágangur.

ÁLM h2018 seinni ritgerð