Verkefnaskil í námsleyfi veturinn 2018-2019

Á þessa vefsíðu set ég verkefnaskil í MA námi sem ég stunda við Háskólann á Akureyri veturinn 2018-2019. Tilgangur vefsíðunnar er að gera verkefnin og úrvinnslu þeirra aðgengileg fleirum en mér, kennurum og samnemendum.

Á haustmisserinu var ég skráð á námsleiðina Upplýsingatækni í námi og kennslu. Í nóvember 2018 breytti ég svo skráningunni og er eftir það skráð í Almennt meistaranám með eigin áherslum.