Námsvísir
Námsvísir skólans er einn af mikilvægustu vegvísum skólans. Námsvísirinn segir til um hvaða nám er fyrirhugað að eigi sér stað á skólaárinu og markar nauðsynlegar vörður til þess að hægt sé að staldra við, meta stöðu nemandans og halda svo áfram í næstu lotu. Loturnar markast af grunnþáttum menntunnar og skiptast í sex meginlotur yfir skólaárið. Hverri lotu lýkur með lokaniðurstöðu og námsmati þar sem hægt er að staldara við og endurhanna námsferlið sem framundan er ef nauðsyn krefur.