Google viðbætur

Eitt af því sem gerir vinnuna með Google svo skemmtilega er að hægt er að velja um ótrúlegan fjölda af viðbótum til að hjálpa til við eiginlega allt sem maður er að vinna að. Hins vegar er þetta mikill frumskógur af viðbótum sem ekki er gott að vita í fljótu bragði hverjar nýtast og hverjar ekki. Með þessari síðu er ætlunin að koma nokkrum viðbótum sem ég er að nota dags daglega á framfæri öðrum kennurum til hagsbóta.

Hér er þetta á ensku

Þegar við setjum inn viðbætur byrjum við á að fara í það forrit sem við ætlum að setja viðbæturnar upp í. Það getur verið Docs, Slides, Sheets, Forms og smellum þar á "sækja viðbætur" Þar leitum við svo að því sem við ætlum að setja inn. Gefum viðbótinni leyfi og byrjum svo að vinna.

Ef þið eruð að nota viðbætur sem nýtast vel í kennslu vil ég gjarnan fá að heyra af þeim svo ég geti prófað þær og sett þær hérna inn. Smellið á viðeigandi mynd til að hafa samband.