Frönsk lauksúpa

Frönsk lauksúpa hlýjar ekki bara skrokknum, heldur sálinni líka og lyftir andanum uppúr hversdagsamstrinu. Hún er rómantísk, seyðandi og fullkominn unaður á dögum eins og í dag. Einn af stóru kostum súpunnar, er að venjulega er alltaf allt til í hana í skápunum hjá okkur

Við eigum hana skilið í kvöld, er það ekki ;-)

Það sem til þarf f. 6 er:

75 gr. smjör

8 stórir eða 12 litlir laukar, sneiddur í miðlungs þykkar sneiðar (ég nota allskonar lauka, rauða og gula)

2 larviðarlauf

Steinseljustilkar

Timian greinar

6 hvítlauksrif, marin

1 1/2 msk ljós púðursykur

2.5 dl hvítvín

50 ml. brandý eða koníak

1.7 L gott nautasoð (t.d. í fernunum)

12 sneiðar af snittubrauði

250 gr. sterkur ostur, t.d. Cheddar, Jarinn, sterkur Gouda eða restar af ostum sem til eru, rifinn

Svona gerum við:

Bakarofninn er hitaður í 200°C. Brauðið er bakað í 8-10 mín., þar til það er þurrt og létt ristað. Smjörið er brætt í stórum potti með loki. Lárviðarlaufið, timian- og steinseljugreinarnar eru bundnar saman og sett útí pottinn ásamt lauknum og vel af salti, hrært í lauknum svo hann sé allur smjörhúðaður. Hann er látinn malla á vægum hita undir loki í 45 mín., Það er gott að hræra reglulega í, en ekki brúna hann. Kryddgreinarnar eru teknar uppúr og þeim er hent. Hvítlauknum er bætt útí og hann mallaður með í 3-4 mín., Þá er púðursykrinum bætt útí og mallað áfram í 10-15 mín., þar til hann er orðinn djúpgulur og karamelliseraður. Hitinn er hækkaður og víniu bætt útí og soðið niður í 3-4 mín., síðan er soðinu bætt útí og hitinn lækkaður aftur og súpan látin sjóða rólega í 10 mín. Kryddað til með salti og pipar. Kveikja á grillinu í ofninu. Súpunni er skipt á milli eldfastra súpuskála, 2 sneiðar af brauði settar ofaná hverja skál og ostinum skipt á milli þeirra. Grillað þar til osturinn er gylltur og búbblandi. Borið á borð. Passa sig súpan er HEIT, það er alveg bannað að brenna sig i munninum (hendir mig samt of oft.

Verði þér að góðu :-)