Reykt laxasalat með dilli

Dásemdin ein! Þetta salat hefur allt sem þarf, er einfat og allir elska það. Ég hef ekkert fleira að segja....

Það sem til þarf er:

300 gr. reytkur lax

1 dós 18% sýrður rjómi

1 búnt ferskt dill

Meðlæti:

Sítróna í þunnum sneiðum

Rúgbrauð

Svona geri ég:

Sýrði rjóminn er hrærður upp. Dillið saxað og laxinn skorinn í sneiðar og svo smátt saxaður. Öllu blandað saman við sýra rjómann, borið fram með rúgbrauði, annaðhvort seyddu eða heilkorna og sítrónusneiðum.

Verði þér að góðu :-)