Kryddlegnar pulsur

Rosalega gott og ekkert smá auðvelt. Frábært í partýið :-)

Það sem þarf er:

1 pakki kokteilpylsur

1 msk. sesamolía

1/2 dl hunang

1 msk. soya

Svona geri ég:

Öllu blandað saman og látið standa í 1-2 tíma. Steiktar í ofni á 180°C í 25-30 mín. það er gott að hrista fatið af og til. Borið fram með sætu og sterku sinnepi.

Verði þér að góðu :-)